Skólasund fellur niður

Skólasund hefur verið fellt niður á höfuðborgarsvæðinu og eins íþróttakennsla …
Skólasund hefur verið fellt niður á höfuðborgarsvæðinu og eins íþróttakennsla innanhúss í skólum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skóla- og íþrótta­svið allra sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu hafa í sam­ráði við al­manna­varn­ir höfuðborg­ar­svæðis­ins tekið þá ákvörðun að stöðva allt íþrótt­astarf og kennslu sem fram fer inn­an­dyra á þeirra veg­um frá og með deg­in­um í dag til 19. októ­ber.

Öll íþrótta­kennsla mun fara fram ut­an­dyra að teknu til­liti til ítr­ustu sótt­varna. Sund­laug­ar verða enn frem­ur lokaðar fyr­ir al­menn­ing og skóla­sund fell­ur niður. Með þess­um aðgerðum er verið að sýna sam­stöðu með aðgerðum ÍSÍ varðandi tak­mark­an­ir á íþrótta­haldi á höfuðborg­ar­svæðinu.

„Verið er að slá skjald­borg um börn, starfs­fólk grunn­skóla og skólastarf. And­stæðing­ur­inn er veir­an og það er mik­il­vægt að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins sýni sam­stöðu og leggi allt á vog­ar­skál­arn­ar til að fækka smit­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert