Spítalinn geti brugðist við svartsýnustu spám

Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði að fólk þyrfti að sjá …
Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði að fólk þyrfti að sjá vel um sig og sína á þessum erfiðu tímum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Land­spít­ali býst við auknu álagi vegna COVID-19 á næst­unni, að sögn Páls Matth­ías­son­ar for­stjóra spít­al­ans. Þó telji stjórn­end­ur spít­al­ans að hann geti brugðist við því. Það velti helst á því hvort ná­ist að út­skrifa fólk af spít­al­an­um sem þarf ekki leng­ur á sjúkra­hús­inn­lögn að halda held­ur öðrum úrræðum, til dæm­is hjúkr­un­ar­rým­um. 

Páll sagði á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að spít­al­inn hafi getu um­fram svört­ustu spár til að mæta þörf á gjör­gæslu­rým­um og önd­un­ar­vél­um en vildi ekki svara því hversu marg­ar önd­un­ar­vél­ar væru til­tæk­ar. Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir sagði á fund­in­um að ef mik­ill fjöldi smita haldi áfram að grein­ast mun­um við yfir­keyra spít­al­ann. 

23 eru nú inniliggj­andi á Land­spít­ala, 12 kon­ur og 11 karl­ar. Þrjú þeirra eru á gjör­gæslu og öll þeirra þriggja í önd­un­ar­vél. 35 hafa alls lagst inn á spít­al­ann frá upp­hafi þriðju bylgju og er um að ræða fólk á mjög breiðu ald­urs­bili, frá tví­tugu til tíræðs. 

Hjúkr­un­ar­fræðing­ar í lyk­il­hlut­verki

Páll sagði að enn fylgdu inn­lagn­ir svipaðri þróun og í vor þó aðeins minna væri um að fólk þyrfti á gjör­gæslumeðferð að halda. 

Páll sagði að ekki væri nóg að tryggja að spít­al­inn hafi mann­skap, aðstöðu og búnað, það þarf líka að tryggja að sjúk­ling­ar út­skrif­ist á rétt­an stað.  „Það er eng­um greiði gerður með því að vera á sjúkra­húsi þegar ekki við á.“

Páll hrósaði heil­brigðis­starfs­fólki fyr­ir sína vinnu í far­aldr­in­um, þá sér­stak­lega hjúkr­un­ar­fræðing­um sem Páll sagði að hefðu hingað til leikið lyk­il­hlut­verk í heil­brigðisþjón­ustu vegna far­ald­urs­ins. Enn vant­ar mann­skap í bakv­arðasveit­ir heil­brigðis- og vel­ferðarþjón­ust­unn­ar og biðlaði Páll sér­stak­lega til hjúkr­un­ar­fræðinga að skrá sig í þær.

Páll lauk er­indi sínu með þeim skila­boðum að fólk þyrfti að sjá vel um sig og sína á þess­um erfiðu tím­um. 

„Þessi far­sótt reyn­ir á. Það er mik­il­vægt að við hvert og eitt tök­umst á við það og horf­umst í augu við það.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert