Styðja listgjörning, ekki undirskriftasöfnun

Myndin sem prýddi umrædda heilsíðuauglýsingu.
Myndin sem prýddi umrædda heilsíðuauglýsingu.

Á meðal aðila sem mátti halda að styddu und­ir­skrifta­söfn­un vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu í heilsíðuaug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu í dag voru ut­an­rík­is­ráðuneytið og lista- og menn­ing­ar­ráð Kópa­vogs 2018.

Í til­kynn­ingu sem barst í dag er tekið fram að sú sé ekki raun­in. Þess­ir aðilar hafi stutt list­gjörn­ing, ekki und­ir­skrifta­söfn­un­ina. 

„Af aug­lýs­ingu í Morg­un­blaðinu í dag, 8. októ­ber 2020, má ráða að ýms­ir aðilar og stofn­an­ir styðji und­ir­skrift­ar­söfn­un vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu 2012 um nýja stjórn­ar­skrá. Hið rétta er að um­rædd­ir aðilar hafa með ein­um eða öðrum hætti stutt list­gjörn­ing eft­ir Li­biu Castro og Ólaf Ólafs­son og Töfrat­eymið á und­an­förn­um árum. Þar á meðal var sendi­ráð Íslands í Kaup­manna­höfn haustið 2019 og Lista-og menn­ing­ar­ráð Kópa­vogs 2018“, seg­ir í til­kynn­ingu.

Hér má sjá auglýsinguna í heild sinni.
Hér má sjá aug­lýs­ing­una í heild sinni.

Þá er vel­v­irðing­ar beðist á þeim mis­skiln­ingi sem aug­lýs­ing­in kann að hafa valdið.

Menn­ing­ar­stofa Ak­ur­eyr­ar á meðal stuðningsaðila

Aug­lýs­ing­una prýddi mynd af Alþing­is­hús­inu skreyttu með risa­stór­um fána sem á stóð „Nýju stjórn­ar­skrána takk!“ Þar var at­hygli vak­in á und­ir­skrifta­söfn­un vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu árið 2012 um nýja stjórn­ar­skrá. 27.000 höfðu skrifað und­ir þegar aug­lýs­ing­in var birt. 

Um­rædd mynd heit­ir „Í leit að töfr­um - til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá fyr­ir lýðveldið Ísland“. Hún er eft­ir Li­biu Castro, Ólaf Ólafs­son og Töfrat­eymið. Und­ir mynd­inni og út­list­un á höf­und­ar­rétti henn­ar voru stuðningsaðilar til­greind­ir. Þeir eru sum sé stuðningsaðilar list­gjörn­ings um­ræddra lista­manna en þegar litið er á aug­lýs­ing­una er það ekki full­kom­lega skýrt. Gæti les­andi því jafn­vel haldið að um sé að ræða stuðningsaðila und­ir­skrifta­söfn­un­ar­inn­ar.

Stuðningsaðilar lista­mann­anna sem til­greind­ir eru eru eft­ir­far­andi: Nordic Cult­ure Po­int, Nordic Cult­ure Fund,  Lista­safn Reykja­vík­ur, Lista­hátíð í Reykja­vík, Lista­hátíðin Cycle, Tón­list­ar­sjóður, Mondria­an Fund, Menn­ing­ar­stofa Ak­ur­eyr­ar, Mynd­list­ar­sjóður, Ut­an­rík­is­ráðuneytið, Lista- og menn­ing­ar­ráð Kópa­vogs, Stjórn­ar­skrár­fé­lagið og Sam­tök kvenna um nýja stjórn­ar­skrá. 

Til­kynn­ing­una senda Li­bia Castro og Ólaf­ur Ólafs­son, Sunna Ástþórs­dótt­ir, sýn­ing­ar­stjóri Í leit að töfr­um, Guðný Guðmunds­dótt­ir, sýn­ing­ar­stjóri Í leit að töfr­um og list­rænn stjórn­andi Lista­hátíðar­inn­ar Cycle.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert