Tekur allt að tvo daga að tilkynna um sóttkví

„Veiran er andstæðingurinn. Við erum öll orðin hundþreytt á henni,“ …
„Veiran er andstæðingurinn. Við erum öll orðin hundþreytt á henni,“ sagði Víðir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­vörn­um seg­ir að smitrakn­ingat­eymið sé tölu­vert eft­ir á í að láta fólk vita um að það eigi að vera í sótt­kví. Það taki allt að tvo sól­ar­hringa að láta þá sem þurfa að fara í sótt­kví vita svo hann biðlar til fólks sem grein­ist smitað af kór­ónu­veirunni að láta þá sem það hef­ur verið í sam­skipt­um við sól­ar­hring­ana tvo áður en ein­kenni komu fram vita af smiti. 

„Það er mikið álag á smitrakn­ingnni hjá okk­ur og við erum tölu­vert á eft­ir í að ná til allra þeirra sem ættu að vera í sótt­kví og við vilj­um því hvetja alla þá sem fá niður­stöðu um að þeir séu með COVID-19 til að láta þá sem þeir hafa verið í sam­skipt­um við tveim­ur sól­ar­hringm á und­an ein­kenn­um vita af þessu svo viðkom­andi fari í sótt­kví,“ sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag.

„Við mun­um hafa sam­band en það tek­ur tíma og það hef­ur tekið al­veg upp und­ir tvo daga að ná til þess­ara hópa þannig að fólk get­ur tekið þátt í þessu með okk­ur með þess­um hætti.“

Víðir sagði þá að all­ir sem finna fyr­ir ein­kenn­um ætti að líta á það sem svo að þeir séu í ein­angr­un á meðan þeir bíða eft­ir sýna­töku. 

„Veir­an er and­stæðing­ur­inn. Við erum öll orðin hundþreytt á henni,“ sagði Víðir og hvatti fólk til að standa sam­an og fylgja regl­um og til­mæl­um sem miða að því að lág­marka út­breiðslu smita. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert