Þarf augljóslega að fylgjast með næstu daga

Mik­ill hávaði fylgdi þegar skriðan, sem er nokk­ur hundruð metr­ar …
Mik­ill hávaði fylgdi þegar skriðan, sem er nokk­ur hundruð metr­ar að lengd, féll í fyrradag. Ljósmynd/Aðsend

Smátt og smátt virðist vera að þorna í skriðusári í Hleiðarg­arðsfjalli í Eyjaf­irði að sögn veður­fræðings á Veður­stof­unni. Stór aur­skriða féll í fjall­inu í gær og hafnaði 100 metr­um frá Gilsá II, bæ sem er staðsett­ur í hlíðinni.

Gilsá II í Eyjafirði.
Gilsá II í Eyjaf­irði. Kort/​Map.is

Sam­fara skriðunni var mikið vatns­rennsli úr sár­inu ásamt því sem rign­ing var nokk­ur, þannig að aur og grjót gengu niður á veg­inn. Bær­inn stend­ur við Eyja­fjarðarbraut vestri.

Tal­in var hætta á að fleiri skriður gætu orðið í ljósi vatns­rennsl­is­ins og því setti lög­regla upp mynda­vél við staðinn til að vakta þró­un­ina. 

„Það þarf aug­ljós­lega að fylgj­ast með þessu næstu daga,“ seg­ir veður­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is. Komi til annarr­ar skriðu sé hætta á eigna­tjóni. Veður­stof­an send­ir menn á svæðið í dag en talið er að virkn­in sé að verða minni og hætt­an á frek­ari skriðum þá sömu­leiðis.

Að sögn bónda sem mbl.is ræddi við í gær fylgdi svaka­leg­ur hávaði ham­förun­um. Önnur eins skriða hef­ur ekki orðið á þessu svæði í fjór­tán ár að hans mati, en þá skemmd­ust nokk­ur hús í mik­illi skriðu við Grænu­hlíð í Eyjaf­irði.



Vegurinn er enn lokaður en hjáleið veldur því að umferð …
Veg­ur­inn er enn lokaður en hjá­leið veld­ur því að um­ferð tepp­ist ekki. Ljós­mynd/​Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert