Undirbúa endurbyggingu

Skipta á út útveggjum Vesturhúss OR. Er undirritun verksamnings áætluð …
Skipta á út útveggjum Vesturhúss OR. Er undirritun verksamnings áætluð í apríl á næsta ári. mbl.is/Kristinn Magnússon

Orkuveita Reykjavíkur hefur auglýst eftir tilboðum í endurbyggingu útveggja svonefnds Vesturhúss höfuðstöðva Orkuveitunnar.

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi OR, segir að áætlaður verktími framkvæmdarinnar sé 22 mánuðir frá undirritun samnings við verktaka. ,,Áætlað er að verksamningur verði undirritaður fyrir miðjan apríl 2021,“ segir Ólöf í Morgunblaðinu í dag.

Fram kemur í lýsingu á verkinu að það muni einskorðast að langmestu leyti við að skipta út útveggjum Vesturhúss og aðgerðum tengdum því. Ekki standi til, sem hluta af þessu verki, að gera breytingar á öðrum hlutum höfuðstöðva OR eða kerfa þess umfram það sem þarf til að skilgreina nýja útveggi og þá hluta húskerfa sem þeim tengjast.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert