Veiran lesi hvorki reglugerðir né tilmæli

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tals­verður fjöldi fólks á eft­ir að koma veikt úr sótt­kví ef hlut­fall þeirra sem veikj­ast í sótt­kví vegna COVID-19 helst óbreytt, að sögn Þórólfs Reyn­is­son­ar sótt­varna­lækn­is, sem biðlar til fólks að íhuga hvernig veir­an smit­ist, hún lesi hvorki reglu­gerðir heil­brigðisráðherra né til­mæli sótt­vana­lækn­is. 

Þórólf­ur sagði á upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna í dag að bú­ast mætti við svipuðum dag­leg­um smit­fjölda áfram. Hann vildi alls ekki að fjöld­inn hækkaði því þá ættu fleiri eft­ir að veikj­ast al­var­lega. 

Þórólf­ur sagði eitt­hvað um það að fólk væri að leita leiða til þess að fara á svig við regl­ur, til dæm­is með því að færa lík­ams­rækt í hóp­um út eða með því að breyta skil­grein­ingu á starf­semi. Það þætti hon­um leitt að heyra en flest­ir færu eft­ir regl­um. Ef nokkr­ir gera það ekki gæti það þó verið nóg til að setja af stað far­ald­ur. 

Yfir­keyr­um spít­al­ann með sama fjölda

Þórólf­ur hvatti fólk sér­stak­lega til að fresta ónauðsyn­legri hópa­mynd­un um tvær vik­ur. Fólk þurfi sjálft að vega og meta hverja sé ör­uggt að hitta. Von­laust sé fyr­ir hann að gefa upp forskrift í hvert sinn. 

Smit hafa komið upp í íþrótt­a­starfi und­an­farið og borist þannig inn í skóla­kerfið. 

Aðgerðir voru hert­ar í upp­hafi viku. Þórólf­ur hef­ur mikla trú á því að þær muni vera ár­ang­urs­rík­ar en það fari eft­ir því hvort fólk fram­fylgi regl­um og sýni sam­stöðu. Mik­il­vægt sé að horfa langt fram í tím­ann þar sem smit­in skili inn­lögn­um á spít­ala eft­ir 2-3 vik­ur. Ef smit­fjöldi helst áfram í kring­um 100 þá mun­um við yfir­keyra spít­al­ann. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert