Síðasta sólarhringinn sinnti slökkvilið höfuðborgarsvæðisins 49 sjúkraflutningum vegna COVID-19 og hafa þeir aldrei verið jafn margir.
Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu eykst álagið þar dag frá degi en sjúkraflutningarnir voru 149 talsins frá því klukkan 6 í gærmorgun þangað til sex í morgun. Forgangsflutningar voru óvenjulágt hlutfall eða 13 talsins.
Miklu fleiri sjúkrabílar sinna nú COVID-flutningum en áður eða níu sjúkrabílar alls.