935 einstaklingar eru í eftirliti Covid-19-göngudeildar Landspítala. Hefur þeim fjölgað um tæplega 150 á tveimur dögum. 24 sjúklingar er inniliggjandi vegna Covid-19 á spítalanum en 40 hafa legið þar veikir af Covid-19 frá upphafi þriðju bylgju faraldursins.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala. 90 starfsmenn spítalans eru í sóttkví A og 30 í einangrun.
Enn er spítalinn á hættustigi vegna Covid-19 og funda viðbragðsstjórn og farsóttanefnd Landspítala daglega.