935 í eftirliti Covid-19-göngudeildar

Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson Landspítali.

935 ein­stak­ling­ar eru í eft­ir­liti Covid-19-göngu­deild­ar Land­spít­ala. Hef­ur þeim fjölgað um tæp­lega 150 á tveim­ur dög­um. 24 sjúk­ling­ar er inniliggj­andi vegna Covid-19 á spít­al­an­um en 40 hafa legið þar veik­ir af Covid-19 frá upp­hafi þriðju bylgju far­ald­urs­ins.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd Land­spít­ala. 90 starfs­menn spít­al­ans eru í sótt­kví A og 30 í ein­angr­un. 

Enn er spít­al­inn á hættu­stigi vegna Covid-19 og funda viðbragðsstjórn og far­sótta­nefnd Land­spít­ala dag­lega.

Hjúkrungarfræðingar á þönum á bráðadeild Landspítala.
Hjúkr­ung­ar­fræðing­ar á þönum á bráðadeild Land­spít­ala. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert