Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands, sem byggja á fyrstu skilum fyrir septembermánuð, má ætla að gistinætur á hótelum í september hafi verið um 80.000 þar af hafi íslenskar gistinætur verið um 62.000 og gistinætur útlendinga um 18.000.
Borið saman við 434.200 gistinætur í september 2019 má ætla að orðið hafi um það bil 82% samdráttur á fjölda gistinátta í september á milli ára. Samkvæmt þessu má ætla að gistinóttum Íslendinga hafi fjölgað um um það bil 65% frá sama mánuði í fyrra en gistinætur útlendinga hafi á sama tíma dregist saman um um það bil 95%.
Samkvæmt sömu áætlun var rúmanýting í september 2020 um 15% samanborið við 61,3% í sama mánuði í fyrra.