97 ný kórónuveirusmit innanlands

Mynd af sýkla- og veirufræðideild Landspítala.
Mynd af sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Alls greind­ust 97 ný kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, þar af voru 54 í sótt­kví og 43 utan sótt­kví­ar. 24 eru nú á spít­ala vegna COVID-19, þar af 3 á gjör­gæslu. 

Lang­flest smit­anna greind­ust á höfuðborg­ar­svæðinu.

82 smit­anna greind­ust í ein­kenna­sýna­tök­um, 14 í sótt­kví­ar- og handa­hófs­skimun og 1 í skimun­um veg­um Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar. 3.362 sýni voru tek­in. 

915 eru í ein­angr­un með virkt smit og 3.920 í sótt­kví. Í skimun­ar­sótt­kví eru 1.447 manns, þangað fara þeir sem koma til lands­ins.

Ný­gengi úr 198,8 í 213,3

8 smit greind­ust við landa­mær­in og er mót­efna­mæl­ing­ar beðið í öll­um til­vik­um nema einu. Í því til­viki er um virkt smit að ræða.

Ný­gengi inn­an­lands­smita, fjöldi nýrra smita síðustu tvær vik­ur á hverja 100.000 íbúa, er 213,3 og hækk­ar tölu­vert á milli daga. Ný­gengið mæld­ist 198,8 þegar töl­ur voru kynnt­ar í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert