Dagur vill minnka ofbeldi um helming

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er á meðal þeirra 60 …
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er á meðal þeirra 60 sem undirrituðu yfirlýsinguna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, hef­ur ásamt yfir 60 öðrum borg­ar­stjór­um víðsveg­ar í heim­in­um, skrifað und­ir yf­ir­lýs­ingu um að ná of­beldi niður um helm­ing frá því sem nú er fyr­ir árið 2030. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing þeirra var af­hent aðal­rit­ara Sam­einuðu þjóðanna á Alþjóða friðardag­inn þann 21. sept­em­ber síðastliðinn. 

Dag­ur mun vinna að þessu mark­miði með of­beld­is­varn­ar­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar í sam­vinnu við lög­reglu­stjór­ann á höfuðborg­ar­svæðinu og þeim fjöl­mörgu grasrót­ar­sam­tök­um sem hafa í gegn­um árin unnið að því mark­miði að minnka of­beldi í sam­fé­lag­inu. Nú þegar vinna of­an­tald­ir aðilar sam­an að verk­efn­inu Sam­an gegn of­beldi  sem staðið hef­ur í sex ár þar sem mark­miðið er að draga úr heim­il­isof­beldi.

„Með því að skrifa und­ir sam­eig­in­lega yf­ir­lýs­ingu setja borg­ar­stjór­ar það í for­gang að sporna við of­beldi í heim­in­um. Á hverju ári týn­ir fjöldi fólks lífi í átök­um sem tengj­ast öfga­hyggju, glæp­um og heim­il­isof­beldi. Covid-19 far­ald­ur­inn hef­ur haft mik­il fé­lags­leg, efna­hags­leg og póli­tísk áhrif í heim­in­um. Hann hef­ur einnig haft í för með sér aukið of­beldi í öll­um stétt­um sam­fé­lags­ins. Þar er helst að nefna heim­il­isof­beldi og sta­f­rænt of­beldi þar sem þolend­ur eru kon­ur og börn og ýms­ir viðkvæm­ir hóp­ar í sam­fé­lag­inu“, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Borg­ar­stjór­arn­ir sem skrifa und­ir yf­ir­lýs­ing­una eru hluti af sam­tök­um borg­ar­stjóra, Global Parlia­ment of Mayors, sem vilja draga úr of­beldi með for­vörn­um og fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um aðgerðum.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert