Einn í haldi vegna húsbrota

Farið hefur verið inn í þó nokkurn fjölda húsa á …
Farið hefur verið inn í þó nokkurn fjölda húsa á Siglufirði undanfarna daga og þar stolið verðmætum. mbl.is/Gúna

Einn er í haldi lög­regl­unn­ar á Norður­landi eystra grunaður um aðild að fjölda hús­brota á Sigluf­irði und­an­farn­ar næt­ur. Berg­ur Jóns­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn við rann­sókn­ar­deild lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins á Norður­landi eystra, seg­ir að maður­inn verði yf­ir­heyrður síðar í dag en ekki er vitað á þessu stigi hvort hann hafi átt aðild að hús­brot­un­um.

Til­kynnt var til lög­reglu um að brot­ist hafi verið inn í grunn­skól­ann á Sigluf­irði í nótt og stolið lyfj­um. Það mál er í rann­sókn lög­reglu sem og bif­reiðaþjófnaður. Ekki er vitað hvort þessi tvö mál teng­ist fjöl­mörg­um hús­brot­um í bæn­um und­an­farna sól­ar­hringa en það er til rann­sókn­ar hjá lög­reglu að sögn Bergs. 

Lögreglustöðin á Siglufirði.
Lög­reglu­stöðin á Sigluf­irði. mbl.is/​Gúna

Farið hef­ur verið inn í nokk­urn fjölda húsa á Sigluf­irði und­an­farna daga og verðmæt­um stolið. Þar sem hús­in voru í öll­um til­vik­um ólæst er ekki um inn­brot að ræða held­ur hús­brot.

Líkt og fram hef­ur komið á mbl.is komu hús­ráðend­ur að þjófn­um á tveim­ur stöðum þar sem hann var kom­inn inn. Hann náði að koma sér út úr hús­un­um og í burtu.Maður­inn var sagður dökkklædd­ur, með dökka hettu sem huldi and­lit að mestu. 

Berg­ur seg­ir að lög­regl­an vilji hvetja fólk til þess að læsa hús­um sín­um og geyma ekki verðmæti fyr­ir allra aug­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert