Utanríkisráðuneytinu hafa enn ekki borist formleg svör frá kínverska sendiráðinu við fyrispurn um rafræna vöktun við sendiráðið. Persónuvernd hafði borist ábending um að öryggismyndavélar við kínverska sendiráðið næðu líklega til of víðfeðms svæðis utan lóðar sendiráðsins.
Persónuvernd sagðist ekki geta aðhafst neitt í málinu og vakti því athygli utanríkisráðuneytisins á málinu sem sendi kínverska sendiráðinu fyrirspurn um það fyrir réttri viku.
Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfesti í samtali við mbl.is í dag að ekkert formlegt svar hefði borist frá kínverska sendiráðinu.