Ekki enn svarað fyrirspurn um of víðtæka vöktun

Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi.
Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu hafa enn ekki borist form­leg svör frá kín­verska sendi­ráðinu við fyr­isp­urn um ra­f­ræna vökt­un við sendi­ráðið. Per­sónu­vernd hafði borist ábend­ing um að ör­ygg­is­mynda­vél­ar við kín­verska sendi­ráðið næðu lík­lega til of víðfeðms svæðis utan lóðar sendi­ráðsins.

Per­sónu­vernd sagðist ekki geta aðhafst neitt í mál­inu og vakti því at­hygli ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins á mál­inu sem sendi kín­verska sendi­ráðinu fyr­ir­spurn um það fyr­ir réttri viku.

Sveinn Guðmars­son, upp­lýs­inga­full­trúi ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, staðfesti í sam­tali við mbl.is í dag að ekk­ert form­legt svar hefði borist frá kín­verska sendi­ráðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert