Tékkland er það land Evrópu þar sem flest ný smit eru á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar og er nálægt því að fara yfir 400.
Á Íslandi er nýgengi síðastliðna 14 daga á 100.000 íbúa nú 213 og hefur ekki verið hærra frá 9. apríl. Hæst fór nýgengið í 267,2 þann 1. apríl og 264,8 smit 5. apríl.
Aðeins fimm lönd Evrópu eru með hærri smitstuðul en Ísland. Alls eru 398 smit á hverja 100 þúsund íbúa í Tékklandi en 307 á Spáni. Í Hollandi eru smitin 304,3 og 277,7 í Belgíu. Í Frakklandi eru smitin 260,2 og á Íslandi eru smitin samkvæmt Sóttvarnastofnun Evrópu 211,5 talsins. Aftur á móti eru innanlandssmitin 213 eins og áður sagði samkvæmt covid.is.