Engin smit í 600 manna skimun

Sunnulækjaskóli á Selfossi.
Sunnulækjaskóli á Selfossi. Ljósmynd/Árborg

Eng­in smit kór­ónu­veiru hafa greinst í 594 sýn­um sem tek­in voru hjá nem­end­um og kenn­ur­um Sunnu­lækj­ar­skóla á Sel­fossi í gær, að sögn Mar­grét Bjark­ar Ólafs­dótt­ur, hjúkr­un­ar­stjóra heilsu­gæsl­unn­ar á Sel­fossi. 

Hún seg­ir niður­stöðurn­ar ánægju­leg­ar. Ein­hver smit hafi þó greinst í ein­kenna­sýna­töku á Heil­brigðis­stofn­un Suður­lands í gær. Þeir sem fóru í skimun í Sunnu­lækj­ar­skóla voru ekki með ein­kenni Covid-19.

Alls eru nú 46 í ein­angr­un á Suður­landi, smitaðir af kór­ónu­veirunni. Þá eru 114 í sótt­kví. Smit kom upp í Sunnu­lækj­ar­skóla fyr­ir um viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert