Engin smit kórónuveiru hafa greinst í 594 sýnum sem tekin voru hjá nemendum og kennurum Sunnulækjarskóla á Selfossi í gær, að sögn Margrét Bjarkar Ólafsdóttur, hjúkrunarstjóra heilsugæslunnar á Selfossi.
Hún segir niðurstöðurnar ánægjulegar. Einhver smit hafi þó greinst í einkennasýnatöku á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í gær. Þeir sem fóru í skimun í Sunnulækjarskóla voru ekki með einkenni Covid-19.
Alls eru nú 46 í einangrun á Suðurlandi, smitaðir af kórónuveirunni. Þá eru 114 í sóttkví. Smit kom upp í Sunnulækjarskóla fyrir um viku.