Enn hætta á skriðuföllum

Eins og sjá má mátti ekki miklu muna að illa …
Eins og sjá má mátti ekki miklu muna að illa færi. Ljósmynd/Lögreglan

Enn er tal­in hætta þar sem skriða féll í Hleiðarg­arðsfjalli ofan við Gilsá 2 í Eyjaf­irði á þriðju­dag. Lög­regl­an á Norður­landi eystra og sér­fræðing­ar frá Veður­stofu Íslands og Nátt­úru­fræðistofn­un hafa metið aðstæður á staðnum og er svæðið vaktað.

Nokk­ur vatns­elg­ur hef­ur komið úr skriðusár­inu frá því hún féll og hef­ur aur og grjót náð yfir Eyja­fjarðarbraut, að því er seg­ir í til­kynn­ingu. 

„Eyja­fjarðarbraut vest­ari verður áfram lokuð um­ferð frá Sand­hól­um ann­ars veg­ar og frá brúnni yfir Eyja­fjarðará við Vatns­enda hins veg­ar. Þá er rým­ing á bæj­un­um Gilsá 1,  Gilsá 2  og sum­ar­bú­stað við Gilsá 2 áfram í gildi.

Ekki er úti­lokað að fleiri skriður geti fallið á svæðinu,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

Aurskriðan er gríðarstór.
Aur­skriðan er gríðar­stór. Ljós­mynd/​Lög­regl­an
Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert