Flytur fólk í fullum hlífðarskrúða

Sjúkraflutningafólk slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vel varið.
Sjúkraflutningafólk slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vel varið. Facebook-síða SHS

„Það er búið að vera mjög mikið álag, tölu­vert meira en í vor,“ seg­ir Jón Krist­inn Vals­son, sjúkra­flutn­ingamaður hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins. Jón Krist­inn fæst meðal ann­ars við Covid-19-flutn­inga. Þeim fjölg­ar stöðugt og var met sett í sjúkra­flutn­ing­um í nótt.

„Þetta er mikið til fólk sem er í ein­angr­un og þarf að fara í lækn­is­skoðun á Covid-deild­inni í Birki­borg og fólk sem þarf að flytja frá Birki­borg og í CT-mynda­töku, lungna­mynda­töku, á Land­spít­ala áður en það er metið hvort það legg­ist inn,“ seg­ir Jón Krist­inn spurður um það hvað sé átt við þegar rætt er um Covid-flutn­inga. 

Eru þetta svipaðir flutn­ing­ar og hefðbundn­ir sjúkra­flutn­ing­ar?  

„Það sem er auðvitað öðru­vísi er að þurfa að klæða sig upp í all­an hlífðarbúnað, galla, grímu, maska, gler­augu og svo þrif­in á eft­ir. Þau eru tölu­vert meiri, það þarf að sótt­hreinsa á milli. Og svo er það að vera í þess­um galla sem and­ar ekki eða neitt og þú verður mjög fljótt sveitt­ur og þreytt­ur,“ seg­ir Jón Krist­inn. 

Annið þið al­veg eft­ir­spurn eða þyrfti teymið að vera bet­ur mannað?  

„Við önn­um þessu al­veg eins og staðan er núna. Það gæti nátt­úr­lega mynd­ast bið á há­flutn­ing­un­um en þetta eru sjaldn­ast bráðaflutn­ing­ar. Mikið af þessu er fólk í sótt­varna­hús­inu sem er að fara í lækn­is­skoðun og annað. Þá kannski skipt­ir ekki máli hvort það bíður í tíu mín­út­ur eða kort­er í viðbót,“ seg­ir Jón Krist­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert