Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra ítrekar það við íbúa svæðisins að ferðast ekki að óþörfu til og frá höfuðborgarsvæðinu. Ferðir til höfuðborgarsvæðisins og annarra svæða þar sem smit er útbreitt skulu takmarkast við brýnustu nauðsyn.
Þetta kemur fram í tilkynningu á facebooksíðu lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Í tilkynningunni eru íbúar svæðisins jafnframt beðnir að taka fyrirmælin alvarlega. Með samstöðu megi halda kórónuveirunni í skefjum á svæðinu en ekkert kórónuveirusmit hefur greinst á svæðinu í þriðju bylgju faraldursins. Þó eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra sem hafa þá væntanlega smitast annars staðar.
Þá eru íbúar höfuðborgarsvæðisins beðnir að ferðast ekki til Norðurlands vestra að óþörfu með vísun í tilmæli sóttvarnalæknis.
Tilkynning frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra !! Ítrekun !!!! Aðgerðastjórn almannavarna á...
Posted by Lögreglan á Norðurlandi vestra on Föstudagur, 9. október 2020