Fólk ferðist ekki að óþörfu til Reykjavíkur

Enginn hefur enn greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgju faraldursins …
Enginn hefur enn greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgju faraldursins á Norðurlandi vestra. Mynd frá Sauðárkróki. mbl.is/Sigurður Bogi

Aðgerðastjórn al­manna­varna á Norður­landi vestra ít­rek­ar það við íbúa svæðis­ins að ferðast ekki að óþörfu til og frá höfuðborg­ar­svæðinu. Ferðir til höfuðborg­ar­svæðis­ins og annarra svæða þar sem smit er út­breitt skulu tak­mark­ast við brýn­ustu nauðsyn. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á face­booksíðu lög­regl­unn­ar á Norður­landi vestra.

Í til­kynn­ing­unni eru íbú­ar svæðis­ins jafn­framt beðnir að taka fyr­ir­mæl­in al­var­lega. Með sam­stöðu megi halda kór­ónu­veirunni í skefj­um á svæðinu en ekk­ert kór­ónu­veiru­smit hef­ur greinst á svæðinu í þriðju bylgju far­ald­urs­ins. Þó eru þrír í ein­angr­un á Norður­landi vestra sem hafa þá vænt­an­lega smit­ast ann­ars staðar.

Þá eru íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins beðnir að ferðast ekki til Norður­lands vestra að óþörfu með vís­un í til­mæli sótt­varna­lækn­is.

Til­kynn­ing frá aðgerðastjórn al­manna­varna á Norður­landi vestra !! Ítrek­un !!!! Aðgerðastjórn al­manna­varna á...

Posted by Lög­regl­an á Norður­landi vestra on Föstu­dag­ur, 9. októ­ber 2020
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert