Hafnarfjarðarvegi lokað tímabundið

Umfang lokunarinnar má sjá hér.
Umfang lokunarinnar má sjá hér. Ljósmynd/Aðsend

Hafn­ar­fjarðar­vegi verður tíma­bundið lokað til suðurs laug­ar­dag­inn 10. októ­ber. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Vega­gerðar­inn­ar.

Ástæða lok­un­ar­inn­ar er fram­kvæmd­ir á svæðinu, en á milli kl. 08:00 og 18:00 á laug­ar­dag verður unnið við vega­mót Hafn­ar­fjarðar­veg­ar og Víf­ilsstaðaveg­ar í Garðabæ. Því verður Hafn­ar­fjarðar­vegi lokað til suðurs en um­ferð beint um hjá­leið fram hjá vinnusvæðinu eft­ir Víf­ilsstaðavegi og Hrauns­holts­braut inn í Engi­dal.

Ekki verður hægt að kom­ast af Hafn­ar­fjarðar­vegi inn á Víf­ilsstaðaveg til aust­urs. Þeim öku­mönn­um er bent á hjá­leið um Goðatún og Litla­tún og inn á Víf­ilsstaðaveg.

Þrátt fyr­ir fram­kvæmd­ir verður um­ferð um Víf­ilsstaðaveg og Hafn­ar­fjarðar­veg til norðurs óhindruð en bú­ast má við ein­hverj­um um­ferðart­öf­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert