Glerhjúpur Hörpu verður lýstur upp með bláum lit og friðarmerki til heiðurs John Lennon, sem hefði orðið 80 ára í dag. Verður kveikt á lýsingunni klukkan 20 í kvöld, á sama tíma og ljósið á fiðarsúlu Yoko Ono verður tendrað í Viðey.
Streymt verður frá friðarsúlunni í Viðey í kvöld auk þess sem fleiri þekktar byggingar munu heiðra Lennon með svipuðum hætti, svo sem Empire State í New York.
Bítillinn John Lennon var einn áhrifamesti tónlistarmaður og friðarsinni 20. aldar og hefur Harpa á umliðnum árum verið vettvangurinn fyrir friðarverðlaun Lennon Ono Grant for Peace og viðburði tengda friðarsúlunni.