Harpan lýst upp til heiðurs Lennon

Harpan verður lýst upp með bláum lit og friðarmerkinu til …
Harpan verður lýst upp með bláum lit og friðarmerkinu til heiðurs Lennon í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Gler­hjúp­ur Hörpu verður lýst­ur upp með blá­um lit og friðarmerki til heiðurs John Lennon, sem hefði orðið 80 ára í dag. Verður kveikt á lýs­ing­unni klukk­an 20 í kvöld, á sama tíma og ljósið á fiðarsúlu Yoko Ono verður tendrað í Viðey.

Streymt verður frá friðarsúl­unni í Viðey í kvöld auk þess sem fleiri þekkt­ar bygg­ing­ar munu heiðra Lennon með svipuðum hætti, svo sem Empire State í New York.

Bít­ill­inn John Lennon var einn áhrifa­mesti tón­list­armaður og friðarsinni 20. ald­ar og hef­ur Harpa á umliðnum árum verið vett­vang­ur­inn fyr­ir friðar­verðlaun Lennon Ono Grant for Peace og viðburði tengda friðarsúl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert