Hefur dreift sér stjórnlaust

Röð í skimun vegna COVID-19 við Suður­lands­braut 34
Röð í skimun vegna COVID-19 við Suður­lands­braut 34 mbl.is/Kristinn Magnússon

Smitstuðull­inn utan sótt­kví­ar á Íslandi er hár núna eða um þrír og það bend­ir til að veir­an hafi náð að dreifa sér stjórn­laust og því var tíma­bært að grípa til aðgerða.

Miðað við stöðuna núna má gera ráð fyr­ir að nokk­ur fjöldi hafi smit­ast síðustu daga og muni grein­ast á næstu dög­um. Árang­ur aðgerða verður ekki sýni­leg­ur fyrr en eft­ir eina til tvær vik­ur seg­ir í nýju spálíkani sem birt er á vefn­um covid.is.

Vís­inda­fólk frá Há­skóla Íslands, embætti land­lækn­is og Land­spít­ala hafa unnið að gerð spálík­ans um lík­lega þróun Covid-19-far­ald­urs­ins á Íslandi að beiðni sótt­varna­lækn­is. 

Spá­in um þróun fyrstu bylgju varð stöðug um fjór­um vik­um frá upp­hafi far­ald­urs. Segja má að um 1. apríl hafi smitstuðull­inn verið að nálg­ast einn. Eft­ir það fylgdi bylgj­an kúrfu. Hliðstætt gerðist í bylgju 2. Um miðjan ág­úst var smitstuðull­inn kom­inn að ein­um, með frá­viki í kring­um hópsmit 20. ág­úst og hélst rúm­lega einn inn í miðjan sept­em­ber. Smitstuðull­inn hefði samt þurft að fara und­ir einn til að ná far­aldr­in­um al­veg niður eins og í fyrstu bylgju. Því miður gerðist það ekki seg­ir í rýni hóps­ins um þróun smitstuðuls­ins ásamt þróun greindra Covid-19-smita hér á landi.

Smitstuðull COVID-19 faraldursins á Íslandi þegar tillit er tekið til …
Smitstuðull COVID-19 far­ald­urs­ins á Íslandi þegar til­lit er tekið til hlut­falls ein­stak­linga sem grein­ist í sótt­kví. Neðri mynd: Fjöldi dag­legra greindra smita ásamt sjö daga hlaup­andi meðaltali. covid.hi.is/

Smitstuðull­inn seg­ir til um hvað ein­stak­ling­ur sem sýk­ist mun að jafnaði smita marga aðra. Þegar smitstuðull­inn utan sótt­kví­ar er þrír mun hver og einn að jafnaði sýkja þrjá aðra, sem sýkja þrjá aðra. Ef heild­arsmitstuðull­inn er hins veg­ar nægi­lega lág­ur (vel und­ir ein­um) mun hver og einn að jafnaði smita færri en einn ann­an og far­ald­ur­inn því deyja út. 

„Meðalsmitstuðull alls tíma­bils­ins fyr­ir ein­stak­linga í sótt­kví er met­inn 0,6 (95% lík­inda­bil: 0,3-0,8), sem bend­ir til þess að sótt­kví sé mjög öfl­ug sótt­varnaaðgerð. 

Með aukn­um um­svif­um í þjóðfé­lag­inu í sept­em­ber náði veir­an sér svo á flug með stóru hópsmiti á höfuðborg­ar­svæðinu í kring­um 15. sept­em­ber og við sem sam­fé­lag höf­um ekki enn náð stjórn á far­aldr­in­um. Nú er smitstuðull­inn kom­inn á þann stað sem skil­ar sér í veld­is­vísis­vexti ef far­ald­ur­inn fær að geisa án þeirra mót­vægisaðgerða sem nú eru komn­ar til fram­kvæmda,“ seg­ir enn­frem­ur.

Myndræn framsetning á áhrifum smitstuðulsins á þróun faraldursins.
Mynd­ræn fram­setn­ing á áhrif­um smitstuðuls­ins á þróun far­ald­urs­ins. Ing­les­by (2020).
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert