Miklu meira álag en í fyrstu bylgju

Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsanna tveggja, tekur á móti þeim …
Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnahúsanna tveggja, tekur á móti þeim sem geta ekki verið í sóttkví eða einangrun heima við. mbl.is/Ásdís

Á venju­leg­um degi fær Gylfi Þór Þor­steins­son, um­sjón­ar­maður sótt­varna­hús­anna tveggja við Rauðar­ár­stíg, 100 sím­töl, flest frá rakn­ing­ar­t­eym­inu, Covid-deild Land­spít­ala og Neyðarlín­unni. Hann seg­ir álagið nú miklu meira en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en tekið sé á móti öll­um sem raun­veru­lega þurfi á plássi að halda.

Alls dvöldu 50 manns í sótt­varna­húsi við Rauðar­ár­stíg í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins en nú hafa 539 dvalið þar.

Álagið er að aukast og mun ef­laust halda áfram að aukast næstu daga,“ seg­ir Gylfi í sam­tali við mbl.is. 

Er álagið meira nú en í fyrstu og ann­arri bylgju far­ald­urs­ins? 

„Þetta er miklu meira. Í fyrst bylgju vor­um við með 50 gesti hér sam­tals, núna í dag eru bún­ir að fara í gegn­um hús­in hjá okk­ur 539. Í hús­um núna erum við með 88 ein­stak­linga, þar af eru 56 í ein­angr­un.“

Sótt­kví eins og ein­angr­un

Fólk sem er í sótt­kví í hús­un­um tveim­ur get­ur ekki farið út úr her­bergj­um sín­um. 

„Í raun er það þannig að þeir sem er hér í sótt­kví eru hér vegna þess að þeir af ein­hverj­um ástæðum geta ekki verið heima hjá sér eða eru heim­il­is­laus­ir. Í raun er þeirra sótt­kví hér inn­an dyra meðhöndluð eins og ein­angr­un. Fólk þarf að halda sig inni á her­bergj­um sín­um þar til seinni sýna­taka hef­ur farið fram og þá losna fólk héðan út. Fólk sem er hér í sótt­kví er aldrei leng­ur en 5-7 daga hjá okk­ur,“ seg­ir Gylfi. 

Um hvað snú­ast sím­töl­in 100?  

„Fólk sem þarf að kom­ast í húsið. Það er metið hverju sinni hvort ein­stak­ling­ur þurfi raun­veru­lega að koma hingað inn því þetta er mikið inn­grip. Það eru oft nokk­ur sím­töl út af ein­um ein­stak­ling. Síðan eru nátt­úru­lega alls kon­ar fyr­ir­spurn­ir, Covid-bíll­inn hring­ir í okk­ur þegar hann er að koma og fara. 100 sím­töl er bara venju­leg­ur dag­ur.“

Hafið þið tök á að taka á móti öll­um?  

„Við get­um tekið á móti öll­um sem raun­veru­lega þurfa á því að halda en stund­um get­um við ekki tekið við öll­um strax og þá þurf­um við aðeins að hagræða hjá okk­ur. Við erum með tvö hús núna og um helg­ina mun losna tölu­vert af pláss­um hjá okk­ur sem við náum að rótera þannig að við erum á þægi­leg­um stað eins og er. Það er ekk­ert að springa hjá okk­ur enn þá,“ seg­ir Gylfi sem þarf að kveðja til að taka á móti nýj­um gesti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert