Óraunhæfar áætlanir

Ingólfur Bender.
Ingólfur Bender. mbl.is/Arnþór Birkisson

Sú mynd sem formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar dregur upp af uppbyggingu íbúða í borginni er ekki raunsönn að mati Samtaka iðnaðarins.

Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs borgarinnar, taldi að stefnt væri að uppbyggingu 1.000 íbúða á ári í Reykjavík til 2040. Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir að þegar tölur næstu ára séu skoðaðar gangi þessi útreikningur ekki upp.

„Það er talsverð fækkun íbúða í byggingu í Reykjavík eða um 9% frá því fyrir ári og það stefnir í að fullbúnum íbúðum sem eru að koma inn á markaðinn í borginni muni fækka á næstunni eða ekki fjölga. Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins er nú 47% samdráttur í Reykjavík í íbúðum á fyrstu byggingarstigum, þ.e. að fokheldu. Það er meiri samdráttur en mælist á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenni þess á þessum byggingarstigum (41%), þó er samdrátturinn á svæðinu öllu verulegur á þessum byggingarstigum og mikið áhyggjuefni. Reikna má með að þetta muni hafa áhrif til lækkunar á heildarfjölda fullbúinna íbúða sem eru að koma inn á markaðinn í Reykjavík á næstu árum,“ segir Ingólfur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert