Rannsaka áhrif sóttvarnaraðgerða

Handþvottur þykir góð sóttvörn.
Handþvottur þykir góð sóttvörn.

Rík­is­stjórn­in hef­ur ákveðið að veita fé til rann­sókna á áhrif­um sótt­varn­araðgerða á þróun COVID-19 far­ald­urs­ins. Hóp­ur vís­inda­manna við há­skól­ann mun standa að rann­sókn­inni.

Þetta kem­ur fram í frétt á vef Stjórn­ar­ráðsins 

„Hóp­ur vís­inda­manna við Há­skóla Íslands munu standa að rann­sókn­inni en sami hóp­ur hef­ur á und­an­förn­um mánuðum unnið að gerð tvenns kon­ar spálík­ana, í sam­vinnu við Embætti land­lækn­is og Land­spít­ala, til að sjá fyr­ir þróun far­ald­urs­ins hér á landi og áhrif á heil­brigðis­kerfið, og hafa spálíkön­in verið birt á vefsíðunni covid.hi.is,“ seg­ir í frétt­inni. 

Þá seg­ir að rann­sókn­ir á því hvaða sam­setn­ing sam­fé­lags­legra aðgerða henti best til að tak­ast á við far­ald­ur­inn hafi upp á síðkastið fengið aukið vægi í umræðunni. Slík­ar rann­sókn­ir miða að því að geta dregið upp sviðsmynd­ir um fram­gang far­ald­urs­ins út frá mis­mun­andi sam­setn­ingu aðgerða í því skyni að finna hent­uga sam­setn­ingu þeirra svo lág­marka megi fjölda smita eða skoða hvaða áhrif það hefði að draga úr til­tekn­um aðgerðum.

„Hóp­ur­inn sem unnið hef­ur að gerð áður­nefndra spálík­ana tel­ur að þessi nálg­un geti verið gagn­leg hér á landi og þess virði að taka þátt í að þróa áfram í sam­starfi við vís­inda­menn sem staðið hafa að sam­bæri­legri finnskri rann­sókn. Unnt væri að aðlaga sér­tæk­ar aðgerðir á Íslandi að finnska líkan­inu, s.s. með til­liti til landa­mæra­skimun­ar, mis­mun­andi út­færslna af smitrakn­ingu og annarra sam­fé­lags­legra aðgerða,“ seg­ir í til­kynn­ingu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert