Reiknar með álíka háum tölum næstu daga

Víðir Reynisson ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.
Víðir Reynisson ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Víðir Reyn­is­son yf­ir­lög­regluþjónn reikn­ar með því að svipað háar töl­ur um fjölda kór­ónu­veiru­smita verði hér á landi næstu daga en 97 ný smit greind­ust inn­an­lands í gær.

„Það má bú­ast við sam­bæri­leg­um töl­um, að þetta verði í kring­um 100 smit næstu dag­ana,“ seg­ir hann og von­ast til að við för­um að sjá breyt­ingu um miðja næstu viku. Þá verði smit­um búið að fækka það mikið að hægt verði að end­ur­skoða regl­ur og til­mæli.

Hann reikn­ar ekki með því að upp­lýs­inga­fund­ir verði haldn­ir um helg­ina, nema eitt­hvað sér­stakt ger­ist.

Fjöldi daglegra kórónuveirusmita hefur aukist mikið síðustu daga, sérstaklega á …
Fjöldi dag­legra kór­ónu­veiru­smita hef­ur auk­ist mikið síðustu daga, sér­stak­lega á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fólk hafi sína „búbblu“ litla

Spurður hvort al­manna­varn­ir séu með sér­stök til­mæli fyr­ir al­menn­ing um helg­ina seg­ir Víðir aðal­atriðið að fólk taki því ró­lega, njóti þess að vera til „en hafi sína búbblu eins litla og mögu­legt er“. Hann bend­ir á fregn­ir af nýju spálíkani og töl­ur dags­ins varðandi fjölda smita og seg­ir best að hafa sam­skipti við eins fáa og mögu­legt er.

Hvað göngu­túra á vin­sæl­um göngu­stöðum varðar seg­ir hann best að halda sig í eins mik­illi fjar­lægð frá öðrum og hægt er, passa sig á sam­eig­in­leg­um snerti­flöt­um eins og bekkj­um og borðum. „Veir­an get­ur lifað tals­verðan tíma úti,“ grein­ir hann frá.

„Þetta eru tæpir tveir metrar,
„Þetta eru tæp­ir tveir metr­ar," sagði Víðir Reyn­is­son á 94. upp­lýs­inga­fund­in­um í síðasta mánuði. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Flest­ir ætla að vera heima

Ein­hverj­ar fregn­ir hafa borist af fólki sem ætl­ar í sum­ar­bú­staði. Víðir biður fólk um að halda kyrru fyr­ir og vera sem minnst á ferðinni en „við skilj­um að þessi tími er oft tím­inn til að ganga frá bú­staðnum fyr­ir vet­ur­inn“.  „Al­mennt heyr­ist mér að fólk ætli að vera ró­legt heima, fara í stutt­ar göngu­ferðir  í litl­um eða eng­um hóp­um og lesa og spila. Mér finnst það vera stemn­ing­in,“ seg­ir hann og bæt­ir við að fólk hafi verið já­kvætt og hvetj­andi á sam­fé­lags­miðlum og talað um mik­il­vægi þess að tak­ast á við veiruna sem eitt lið.

Rúmenar á æfingu í Kópavogi í gær.
Rúm­en­ar á æf­ingu í Kópa­vogi í gær. Ljós­mynd/​Rúm­enska knatt­spyrnu­sam­bandið

Í ein­angr­un þar til næstu skref verða ákveðin

Far­ar­stjóri rúm­enska landsliðsins í fót­bolta hef­ur greinst með kór­ónu­veiruna og er hann í ein­angr­un, auk þess sem fleiri úr far­ar­stjórn­inni eru í sótt­kví. Þeir sem eru í sótt­kví munu fara af landi brott en þó ekki með liðinu sem tapaði fyr­ir Íslandi í gær­kvöldi. Sá sem er í ein­angr­un verður hér áfram á meðan rúm­enska knatt­spyrnu­sam­bandið skoðar hvað verður hægt að gera í sam­bandi við hann. Ætli hann að fljúga þarf hann að fara með sjúkra­flugi. Að sögn Víðis var far­ar­stjórn­in ekki í bein­um tengsl­um við leik­menn landsliðsins.

Þrír leik­menn ít­alska U-21 árs landsliðsins greind­ust með veiruna og var leikn­um við Ísland sem átti að vera í dag frestað. Ítal­irn­ir verða áfram hér á landi í ein­angr­un þangað til ít­alska knatt­spyrnu­sam­bandið ákveður næstu skref. Gera þarf sér­stak­ar ráðstaf­an­ir ef þeir fara heim með sjúkra­flugi. Hinir leik­menn­irn­ir sem eru í sótt­kví fara af landi brott á næst­unni, seg­ir Víðir.

Spurður út í sig­ur Íslands á Rúm­en­um í gær seg­ir hann skila­boðin hafi verið góð frá landsliðinu. „Það er létt­ara yfir mörg­um hverj­um í dag.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert