Sautján umsóknir bárust dómsmálaráðuneytinu eftir að auglýst voru laus embætti tveggja dómara og tveggja varadómara við Endurupptökudóm, en það er nýr sérdómstóll sem tekur til starfa 1. desember.
Dómstóllinn mun hafa það hlutverk að skera úr um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmála sem dæmd hafa verið í héraði, Landsrétti eða Hæstarétti.
Dómsmálaráðherra skipar fimm dómara í dómstólinn, þar af þrjá, ásamt jafnmörgum varamönnum, tilnefnda af dómstigunum þremur. Í embætti hinna tveggja dómaranna, og jafnmargra til vara, er skipað að undangenginni auglýsingu og umsögn dómnefndar.
Umsækjendurnir eru: