Sautján sóttu um embætti við nýjan dómstól

Dómsmálaráðherra skipar fimm dómara í dómstólinn.
Dómsmálaráðherra skipar fimm dómara í dómstólinn. mbl.is/Hjörtur

Sautján um­sókn­ir bár­ust dóms­málaráðuneyt­inu eft­ir að aug­lýst voru laus embætti tveggja dóm­ara og tveggja vara­dóm­ara við End­urupp­töku­dóm, en það er nýr sér­dóm­stóll sem tek­ur til starfa 1. des­em­ber.

Dóm­stóll­inn mun hafa það hlut­verk að skera úr um hvort heim­ila skuli end­urupp­töku dóms­mála sem dæmd hafa verið í héraði, Lands­rétti eða Hæsta­rétti.

Dóms­málaráðherra skip­ar fimm dóm­ara í dóm­stól­inn, þar af þrjá, ásamt jafn­mörg­um vara­mönn­um, til­nefnda af dóm­stig­un­um þrem­ur. Í embætti hinna tveggja dóm­ar­anna, og jafn­margra til vara, er skipað að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu og um­sögn dóm­nefnd­ar.

Um­sækj­end­urn­ir eru:

  1. Árni Ármann Árna­son, lögmaður
  2. Árni Vil­hjálms­son, lögmaður
  3. Ásgeir Jóns­son, lögmaður
  4. Ei­rík­ur Elís Þor­láks­son, dós­ent og for­seti laga­deild­ar Há­skól­ans í Reykja­vík
  5. Ey­vind­ur G. Gunn­ars­son, pró­fess­or
  6. Finn­ur Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari
  7. Guðrún Björg Birg­is­dótt­ir, lögmaður
  8. Hauk­ur Örn Birg­is­son, lögmaður
  9. Jó­hann­es Karl Sveins­son, lögmaður
  10. Jón Auðunn Jóns­son, lögmaður
  11. Karl Ingi Vil­bergs­son, lög­reglu­stjóri
  12. Reim­ar Pét­urs­son, lögmaður
  13. Sig­urður Jóns­son, lögmaður
  14. Stefán Geir Þóris­son, lögmaður
  15. Tóm­as Hrafn Sveins­son, lögmaður
  16. Tóm­as Jóns­son, lögmaður
  17. Þyrí Stein­gríms­dótt­ir, lögmaður
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert