Segir fólk skikkað í launalausa sóttkví

Drífa Snæ­dal, formaður Alþýðusam­bands ís­lands send­ir bar­áttu­kveðjur til starfs­manna í ál­ver­un­um í Straums­vík og hjá Norðuráli. Seg­ir hún kröf­ur starfs­manna sann­gjarn­ar. Starfs­menna hafa boðað til skæru­verk­falla og alls­herj­ar­verk­falla. 

„Það er fullt til­efni til að senda bar­áttu- og stuðningskveðjur inn í þær viðræður sem nú eru í gangi inn­an stóriðjunn­ar en starfs­fólk bæði hjá Norðuráli og í Straums­vík hafa boðað til verk­falla. Í Norðuráli hefjast verk­föll 8. des­em­ber ef ekki tekst að semja en í fyrra­dag samþykktu fé­lag­ar í fimm af sex stétt­ar­fé­lög­um í Straums­vík að hefja skæru­verk­föll 16. októ­ber og alls­herj­ar­verk­fall 1. des­em­ber. Verk­föll eru neyðarúr­ræði starfs­fólks til að þrýsta á um kjara­samn­inga og það er á ábyrgð stjórn­enda ál­ver­anna að mæta sann­gjörn­um kröf­um starfs­fólks sem eru í takt við það sem samið hef­ur verið um ann­ars staðar. Ég hvet starfs­fólk til dáða og full­vissa það um stuðning ASÍ í erfiðum deil­um,“ seg­ir Drífa. 

Fyr­ir­tæki skerði frelsi 

Drífa minn­ir fólk á að sinna sótt­vörn­um og að sam­taka­mátt­ur sé besta leiðin áfram. 

„Frétt­ir hafa borist af því að fyr­ir­tæki hlut­ist til um hverja starfs­fólk megi hitta í sín­um frí­tíma og jafn­vel að skikka fólk í launa­lausa sótt­kví ef ekki er farið að regl­um fyr­ir­tækja um­fram al­menn til­mæli stjórn­valda. Slíkt er ólög­legt! Fyr­ir­tæki geta ekki skert ferða- eða per­sónu­frelsi um­fram það sem stjórn­völd gera og ég hvet launa­fólk til að hafa strax sam­band við sitt stétt­ar­fé­lag ef fyr­ir­tæki sýna til­b­urði í þessa átt. Ástandið núna má ekki verða til þess að vega að mann­rétt­ind­um eða að at­vinnu­rek­end­ur taki sér vald yfir einka­lífi starfs­fólks,“ seg­ir Drífa í til­kynn­ingu 

Drífa Snædal
Drífa Snæ­dal ASÍ
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert