Sendi heillaskeyti til WFP

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af …
Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna hefur um langt skeið verið ein af áherslustofnunum Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð, segir Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra. AFP

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra sendi Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna form­legt heilla­skeyti í morg­un en stofn­un­in hlýt­ur friðar­verðlaun Nó­bels í ár. Auk þess óskaði hann stofn­un­inni til ham­ingju á Twitter.

Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna (WFP) hlaut í dag friðar­verðlaun Nó­bels fyr­ir bar­áttu stofn­un­ar­inn­ar gegn hungri, fyr­ir að stuðla að bætt­um aðstæðum fyr­ir friði á átaka­svæðum, og fyr­ir aðgerðir til að af­stýra því að hung­ur sé notað sem vopn í átök­um.

„Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna hef­ur um langt skeið verið ein af áherslu­stofn­un­um Íslands í neyðar- og mannúðaraðstoð og friðar­verðlaun Nó­bels eru að mín­um dómi mjög verðskulduð viður­kenn­ing fyr­ir ómet­an­legt starf á átaka­svæðum sem stuðlar að friði,“ seg­ir Guðlaug­ur Þór.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Íslensk stjórn­völd veita ár­leg kjarna­fram­lög til Mat­væla­áætl­un­ar Sam­einuðu þjóðanna, stærstu mannúðarsam­taka heims í bar­átt­unni gegn hungri, en einnig er brugðist við neyðar­köll­um frá stofn­unni eft­ir föng­um. Fram­lög Íslands á þessu ári eru þegar 137 millj­ón­ir króna. WFP starfar í 88 lönd­um og aðstoðar tæp­lega eitt hundrað millj­ón­ir manna á ári hverju sem búa við al­var­legt mat­væla­óör­yggi og hung­ur.

„Norska nó­bels­nefnd­in legg­ur áherslu á að aðstoð sem eyk­ur fæðuör­yggi dreg­ur ekki aðeins úr hungri held­ur stuðlar einnig að því að auka horf­ur á stöðug­leika og friði. Mat­væla­áætl­un­in hef­ur tekið for­ystu­hlut­verk í samþætt­ingu mannúðar­starfs og friðarum­leit­ana með frum­kvöðlaverk­efn­um í Suður-Am­er­íku, Afr­íku og Asíu,“ sagði í til­kynn­ingu frá nó­bels­nefnd­inni í Osló í morg­un.

Heims­far­ald­ur kór­ónu­veirunn­ar hef­ur leitt til fjölg­un­ar jarðarbúa sem hafa vart til hnífs og skeiðar. WFP hef­ur aldrei í sög­unni veitt fleir­um mat­vælaaðstoð en á þessu ári. Ætl­un­in er að ná til 138 millj­óna ein­stak­linga en þegar hafa um 85 millj­ón­ir manna notið mat­vælaaðstoðar stofn­un­ar­inn­ar. Dav­id Beasley fram­kvæmda­stjóri WFP sagði fyr­ir nokkru á fundi í ör­ygg­is­ráði Sam­einuðu þjóðanna að án auk­inna fram­laga væri heim­ur­inn á barmi hung­urs­far­ald­urs.

Höfuðstöðvar Mat­væla­áætl­un­ar Sam­einuðu þjóðanna eru í Róm. Friðar­verðlaun­in verða form­lega af­hent 10. des­em­ber næst­kom­andi.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna aðstoðar fólk um allan heim.
Mat­væla­áætl­un Sam­einuðu þjóðanna aðstoðar fólk um all­an heim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert