Sjö fá 52 milljónir í vinning

Eurojackpot.
Eurojackpot.

Eng­inn var með fyrsta vinn­ing í út­drætti vik­unn­ar í Eurojackpot en sjö miðahaf­ar skiptu með sér öðrum vinn­ingi og hlýt­ur hver þeirra tæp­ar 52 millj­ón­ir króna í vinn­ing.

Miðarn­ir voru keypt­ir í Nor­egi, Póllandi og fimm í Þýskalandi.

Ell­efu skiptu með sér þriðja vinn­ingi og hlýt­ur hver þeirra rúm­ar 11 millj­ón­ir króna. Miðarn­ir voru keypt­ir í Finn­landi, Svíþjóð, Ítal­íu, Spáni, Hollandi og sex í Þýskalandi.

Þrír voru með fjór­ar rétt­ar töl­ur í réttri röð í Jókern­um hér á landi og hlýt­ur hver þeirra 100 þúsund krón­ur í vinn­ing. Tveir miðanna voru keypt­ir í Lottó-app­inu og sá þriðji var keypt­ur á lotto.is, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert