Slítum ekki í sundur varnarkeðjuna

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jó­hann­es­son, for­seti Íslands, hvatti Íslend­inga til að standa sam­an í bar­átt­unni gegn kór­ónu­veirunni í skila­boðum sem hann sendi frá sér fyrr í kvöld.

Hann þakkaði „þeim sem eiga þakk­ir skild­ar“ og benti á mik­il­vægi þess að þvo hend­ur og nota grímu.

„Ég veit að við erum mörg orðin þreytt. Ég veit af erfiðri stöðu margra. En hitt held ég að við vit­um líka flest að ef við slít­um í sund­ur varn­ar­keðju okk­ar slít­um við líka í sund­ur þann þráð sem teng­ir okk­ur sam­an, ger­ir okk­ur að þjóð, ger­ir okk­ur að sam­fé­lagi,“ sagði hann og bætti við: „Ég hef sagt það áður og segi það enn. Við höf­um séð það svart­ara, við mun­um sjá það bjart­ara.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert