Slítum ekki í sundur varnarkeðjuna

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti Íslendinga til að standa saman í baráttunni gegn kórónuveirunni í skilaboðum sem hann sendi frá sér fyrr í kvöld.

Hann þakkaði „þeim sem eiga þakkir skildar“ og benti á mikilvægi þess að þvo hendur og nota grímu.

„Ég veit að við erum mörg orðin þreytt. Ég veit af erfiðri stöðu margra. En hitt held ég að við vitum líka flest að ef við slítum í sundur varnarkeðju okkar slítum við líka í sundur þann þráð sem tengir okkur saman, gerir okkur að þjóð, gerir okkur að samfélagi,“ sagði hann og bætti við: „Ég hef sagt það áður og segi það enn. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert