Spítalinn beiti árangursríkustu aðferðunum

Páll Matthíasson forstjóri Landspítali.
Páll Matthíasson forstjóri Landspítali. mbl.is/Kristinn Magnússon

For­stjóri Land­spít­ala seg­ir ljóst að spít­al­inn sé að gera allt það sem ár­ang­urs­rík­ast sé talið í bar­átt­unni við Covid-19. Hann seg­ir vís­ind­in lyk­il­atriði í bar­átt­unni og biðlar til fólks að sýna því skiln­ing að starf­semi Land­spít­ala tek­ur breyt­ing­um þessa dag­ana, stund­um mjög hratt, til að mæta þörf­um Covid-19-sjúk­linga.

Þriðja bylgja far­ald­urs­ins er í al­gleym­ingi. Góð vísa er ekki of oft kveðin – ég biðla til fólks að sýna því skiln­ing að við erum að breyta starf­semi, stund­um mjög hratt, til að mæta þörf­um sjúk­linga með Covid-19-veik­indi,“ skrif­ar Páll Matth­ías­son for­stjóri Land­spít­ala í pistli á vef spít­al­ans. 

Þar hvet­ur hann fag­fólk í heil­brigðis­grein­um sem starfar í öðrum grein­um til að skrá sig á bakv­arðal­ista heil­brigðisþjón­ust­unn­ar ef það hef­ur tök á. Páll seg­ir að það muni um hvern ein­stak­ling sem skrái sig, sér­stak­lega í til­felli hjúkr­un­ar­fræðinga.

„Vís­ind­in efla alla dáð“

Páll vek­ur at­hygli á grein sem birt­ist í lækna­tíma­rit­inu Lancet í gær. Hún er eft­ir Ju­liet Bed­ford og fé­laga í ráðgjaf­ar­hópi Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar.

„Ég hvet ykk­ur til að lesa grein­ina en þar er rak­inn sá lær­dóm­ur sem þegar ligg­ur fyr­ir um það hvernig helst má lifa með far­sótt­inni og halda henni í skefj­um. Það er ljóst á grein­inni að við erum að gera alla þá hluti sem ár­ang­urs­rík­ast­ir eru tald­ir. Það er líka skýrt að sam­hæft átak, sótt­varn­ir og stuðning­ur al­menn­ings eru ákveðinn horn­steinn í því lang­hlaupi sem heims­byggðin er nú stödd í,“ skrif­ar Páll. 

Árleg upp­skeru­hátíð vís­inda á spít­al­an­um var hald­in í vik­unni. Í ávarpi sínu á hátíðinni, sem fór fram ra­f­rænt, gerði Páll orð Jónas­ar Hall­gríms­son­ar, „Vís­ind­in efla alla dáð“, að umræðuefni.

„Þau orð eiga við í mörg­um skiln­ingi á Land­spít­ala, bæði vegna þess hvata sem vís­inda­störf eru öfl­ugu starfi og starfs­ánægju en ekki síður vegna þess að sköp­un og beit­ing þekk­ing­ar í gegn­um kennslu og vís­indi er horn­steinn heil­brigðisþjón­ustu. Þetta sést ekki síst í bar­áttu okk­ar gegn SARS-Cov-2-veirunni.

Lyk­ill­inn að því að við get­um bar­ist gegn henni er vís­indi – að við öfl­um okk­ur þekk­ing­ar á eðli veirunn­ar og veik­ind­anna sem veir­an veld­ur og að við þróum grein­ingar­próf, meðferðir og síðan bólu­efni sem duga gegn henni. Þar ligg­ur bók­staf­lega lífið við. Vís­indi og vís­inda­menn­ing eru lyk­il­atriði, horn­stein­ar, í viðbrögðum Land­spít­ala við veiruógn­inni. Vís­inda­menn spít­al­ans hafa, í sam­starfi við vís­inda­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar, Há­skóla Íslands og fleiri birt fjöl­marg­ar vís­inda­grein­ar síðustu mánuði um ýmsa þætti sem snúa að veirunni og er það þó aðeins fyr­ir­boði þess sem koma mun,“ skrif­ar Páll.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert