Staðan góð samkvæmt stöðuskýrslu almannavarna

Staðan er góð í öllum landshlutum samkvæmt stöðuskýrslu almannavarna um …
Staðan er góð í öllum landshlutum samkvæmt stöðuskýrslu almannavarna um Covid-19. Hins vegar sé álagið mikið víða innan heilbrigðiskerfisins. Ljósmynd/Lögreglan

Staðan er sögð góð á öllu land­inu með til­liti til kór­ónu­veirunn­ar sam­kvæmt stöðuskýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra. Í gær greind­ust 9 smit utan höfuðborg­ar­svæðis­ins af þeim 97 sem greind­ust á landsvísu en smit greind­ust í öll­um lands­hlut­um nema á Aust­ur­landi.

Sögu­lega marg­ir sjúkra­flutn­ing­ar voru í gær eða 150 alls, þar af um þriðjung­ur sem tengd­ist Covid-19 og er unnið að því að taka fleiri sjúkra­bíla í notk­un til þess að nota við Covid-flutn­inga að því er fram kem­ur í stöðuskýrsl­unni.

Þá seg­ir einnig að unnið sé að því að ekki mynd­ist raðir við sýna­töku á Suður­lands­braut en fram kom í frétt­um í gær að þar hafi röð náð alla leið upp í Ármúla.

Í gær gekk vel að skima um 600 manns eft­ir að smit kom upp í Sunnu­lækj­ar­skóla á Sel­fossi í síðustu viku. Eng­inn þeirra nem­enda eða starfs­manna Sunnu­lækja­skóla sem fóru í skimun í gær var smitaður af kór­ónu­veirunni en skimun­in fór fram í skól­an­um sjálf­um.

Enn frem­ur seg­ir í stöðuskýrsl­unni að verið sé að auka mann­skap við smitrakn­ingu og að unnið sé að stækk­un far­sótt­ar­húss enda sé álagið þar orðið mikið. Í far­sótt­ar­hús­inu eru 56 í ein­angr­un og eru 32 í sótt­kví. Staðan þar er sögð þung.

Einnig er álag á vakt­síma Lækna­vakt­ar­inn­ar í núm­er­inu 1700.

Eng­inn í ein­angr­un á Aust­ur­landi

Staðan er sögð góð í öll­um lands­hlut­um eins og fyrr seg­ir. Þá gekk eft­ir­lit lög­reglu með versl­un­um og veit­inga­hús­um vel á Suður­nesj­um og var aðstaða til sótt­varna til fyr­ir­mynd­ar hjá öll­um sem heim­sótt­ir voru.

Eng­inn er í ein­angr­un á Aust­ur­landi og er verið að ít­reka við íbúa höfuðborg­ar­svæðis að ferðast ekki að óþörfu á Aust­ur­land, meðal ann­ars vegna þjón­ustu við fyr­ir­tæki þar sem mögu­lega get­ur beðið.

Þá seg­ir í stöðuskýrsl­unni að eng­ar upp­lýs­ing­ar hafi verið að fá frá Vest­manna­eyj­um og Vest­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert