Staðbundnir miðlar styrktir

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur veitt 11 staðbundnum fjölmiðlum …
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur veitt 11 staðbundnum fjölmiðlum styrki úr byggðaáætlun. Kristinn Magnússon

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, Lilja Al­freðsdótt­ir, hef­ur veitt ell­efu staðbundn­um fjöl­miðlum styrki úr byggðaáætl­un. Hver þeirra fær 455.000 krón­ur í styrk að þessu sinni. 

Mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra ákvað 1. sept­em­ber að veita staðbundn­um fjöl­miðlum utan höfuðborg­ar­svæðis­ins styrk úr byggðaáætl­un. Sam­kvæmt henni er gert ráð fyr­ir að veita ár­lega fimm millj­ón­ir króna til að efla staðbundna fjöl­miðla, sam­tals 25 millj­ón­ir króna á fimm árum.

„Staðbundn­ir fjöl­miðlar tryggja aðgengi al­menn­ings að upp­lýs­ing­um um sam­fé­lags­mál í sínu nærum­hverfi og styðja þannig við lýðræðisþátt­töku og menn­ing­ar­starf með mik­il­væg­um hætti,“ seg­ir Lilja Al­freðsdótt­ir mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra í til­kynn­ingu á vef ráðuneyt­is­ins.

Aug­lýst var eft­ir styrkj­um í júlí og bár­ust alls 11 um­sókn­ir. All­ir um­sækj­end­ur eru skráðir fjöl­miðlar hjá fjöl­miðlanefnd og hafa þeir staðið að reglu­bund­inni út­gáfu á þessu ári og um­fjöll­un­ar­efni og frétt­ir eru að jafnaði frá af­mörkuðu landsvæði. All­ar um­sókn­ir voru því tekn­ar til greina.

Eft­ir­tald­ir fjöl­miðlar hlutu styrk:

Ásprent Stíll
Björt út­gáfa
Eyja­sýn
N4
Prent­met Oddi
Skessu­horn
Stein­prent
Tunn­an prentþjón­usta
Úr vör
Útgáfu­fé­lag Aust­ur­lands
Vík­ur­frétt­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert