Streymt frá tendrun Friðarsúlunnar

Friðarsúlan lýsir upp himininn.
Friðarsúlan lýsir upp himininn. mbl.is/Árni Sæberg

Friðarsúl­an í Viðey, lista­verk Yoko Ono, verður tendruð í fjór­tánda sinn í kvöld á fæðing­ar­degi tón­list­ar­manns­ins Johns Lennons og hefst at­höfn­in kl. 21.

Friðarsúl­an mun varpa ljósi upp í him­in­inn til 8. des­em­ber næst­kom­andi, dán­ar­dags Johns Lennons en hann var skot­inn til bana fyr­ir utan heim­ili sitt í New York árið 1980. Hann hefði orðið átt­ræður í dag. 

Vegna heims­far­ald­urs COVID-19 verður eng­inn viðburður í Viðey í tengsl­um við tendr­un­ina. Streymt verður beint frá tendr­un­inni þar sem Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri mun flytja stutt ávarp og að því loknu verður kveikt á Friðarsúl­unni.

Harp­an verður einnig lýst upp á sama tíma og Friðarsúl­an verður tendruð. Fólk er hvatt til þess að fylgj­ast með tendr­un Friðarsúl­unn­ar og hugsa um frið.

Hér má fylgj­ast með streym­inu frá at­höfn­inni:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert