Styrkir gerð heimildarmyndar um heimkomu handritanna

RÚV mun framleiða heimildarmynd um heimkomu handritanna.
RÚV mun framleiða heimildarmynd um heimkomu handritanna. mbl.is/Hari

Rík­is­stjórn­in ákvað á fundi sín­um í morg­un að veita eina millj­ón króna af sam­eig­in­legu ráðstöf­un­ar­fé sínu til gerðar heim­ild­ar­mynd­ar um heim­komu hand­rit­anna, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

Er þetta gert í til­efni þess að í apríl næst­kom­andi verða 50 ár liðin frá því Íslend­ing­ar fengu af­hent fyrstu hand­rit­in frá Dan­mörku eft­ir tæp­lega 70 ára bar­áttu fyr­ir því að þeim yrði fund­inn varðveislu­staður á Íslandi. Því hyggst Rík­is­út­varpið sýna nýja heim­ild­ar­mynd um þenn­an merka viðburð.

Mynd­in er fram­leidd af Rík­is­út­varp­inu en gerð fyr­ir til­stuðlan Vina Árna­stofn­un­ar, áhuga­manna­fé­lags sem vinn­ur að fram­gangi stofn­un­ar­inn­ar og kynn­ingu á hlut­verki henn­ar í sam­tím­an­um. Gert er ráð fyr­ir að mynd­in verði allt að 50 - 60 mín­út­ur og sýnd að kvöldi 21. apríl 2021. Þá er ráðgert að mynd­in verði boðin til sýn­inga utan Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert