Valið standi milli námsins og heilsunnar

LÍS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem krafist er …
LÍS hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem krafist er rafrænna prófa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lands­sam­tök ís­lenskra stúd­enta biðla til há­skól­anna að skylda ekki stúd­enta til að mæta í próf á prófstað, að því er fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá sam­tök­un­um. Er óskað eft­ir því að stjórn­end­ur há­skól­anna leiti allra leiða til þess að bjóða upp á ann­ars kon­ar náms­mat en próf á prófstað.

„Það er mik­il­vægt að halda starfi há­skól­anna gang­andi, en ekki skal setja fólk í þá stöðu að velja milli náms­ins og heilsu sinn­ar,“ seg­ir í niður­lagi yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar en borið hef­ur á því að nem­end­ur séu skyld­ir til að mæta á prófstað og þreyta próf þrátt fyr­ir sam­komutak­mark­an­ir.

Kem­ur þar fram að far­ald­ur­inn valdi álagi á kenn­ur­um og þurfi þeir frek­ari tíma í und­ir­bún­ing auk þess sem stjórn­end­ur há­skól­anna beri mikla ábyrgð, enda sé nauðsyn­legt að gefa nem­end­um og starfs­fólki skýr svör sem fyrst um náms­mat ann­ar­inn­ar. 

Frétta­til­kynn­ing LÍS:

Und­an­farna daga og vik­ur, sam­hliða fjölg­un COVID-19 smita, hafa stúd­ent­ar í mörg­um há­skól­um lands­ins þurft að þreyta miðann­ar próf og loka­próf áfanga sem skipt­ast í lot­ur. Borið hef­ur á því að stúd­ent­um sé skylt að mæta á prófstað, sem þeim þykir eðli­lega óþægi­legt í ljósi þess að yf­ir­völd hafa biðlað til fólks að halda sig heima.

Eini mögu­leik­inn fyr­ir þá sem geta ekki eða treysta sér ekki til þess að mæta er að sækja um að taka sjúkra­próf seinna í haust. Há­skóli Íslands hef­ur fellt niður kröfu um lækn­is­vott­orð til þess að fá að taka sjúkra­próf, nóg er að láta vita í tölvu­pósti ef ein­stak­ling­ur kemst ekki í próf vegna ein­angr­un­ar eða sótt­kví. En að mati LÍS er hér aðeins verið að velta vanda­mál­inu á und­an okk­ur.

Það hef­ur verið krafa LÍS frá byrj­un far­ald­urs­ins að fjar­nám verði í boði fyr­ir öll sem kjósa, en að reyna skuli að halda í staðnám á þeim náms­leiðum sem erfitt er að aðlaga að fjar­námi. Kraf­an um að boðið sé upp á staðnám er auðvitað háð því að gætt sé að sótt­vörn­um eft­ir til­mæl­um sótt­varn­ar­lækn­is.

Há­skól­ar hafa aðlagað sig að aðstæðum og breytt mörg­um náms­leiðum í fjar­nám, og gert sótt­varn­ar­ráðstaf­an­ir til þess geta haldið staðnámi gang­andi að ein­hverju leiti, með því að minnka hópa, gæta að fjar­lægð, og skylda þá sem mæta til að vera með grím­ur. 

Það er eðli­legt að stúd­ent­ar meti hverju sinni eft­ir þeim til­mæl­um og upp­lýs­ing­um sem ber­ast frá yf­ir­völd­um hvort þau treysti sér til þess að mæta í staðnám enda kunna nem­end­ur sjálf­ir eða aðstand­end­ur þeirra að vera í áhættu­hóp. Þar sem að smit­um fer ört vax­andi í sam­fé­lag­inu und­an­farna daga virðast æ fleiri kjósa að stunda nám sitt heim­an frá.

Krafa LÍS um aðgengi að fjar­námi fel­ur í sér að hægt sé að stunda námið al­farið að heim­an frá. Það er óá­sætt­an­legt að gerð sé ófrá­víkj­an­leg krafa um að stúd­ent­ar mæti á prófstað til að taka próf. Til er fjöl­marg­ar lausn­ir til þess að meta náms­ár­ang­ur í fjar­námi. LÍS biðlar til fags­fólks há­skól­anna að leita ann­ara leiða til náms­mats en próf á prófsað, þannig að fjar­nám verði raun­veru­leg­ur kost­ur fyr­ir þá sem þess þurfa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert