Veittu Jóni upplýsingar um Aldísi og brutu lög

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotleg við vinnslu gagna um Aldísi …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotleg við vinnslu gagna um Aldísi Schram þegar hún veitti Jóni Baldvini Hannibalssyni aðgang að persónuupplýsingum um Aldísi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Per­sónu­vernd hef­ur úr­sk­urðað að vinnsla embætt­is lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu á upp­lýs­ing­um um Al­dísi Schram stóðust hvorki lög um per­sónu­vernd né reglu­gerðir lög­regl­unn­ar sjálfr­ar um meðferð per­sónu­upp­lýs­inga.

Al­dís Schram kvartaði hinn 7. maí síðastliðinn til Per­sónu­vernd­ar yfir því að hinn 5. janú­ar 2012 hefði þáver­andi aðstoðarlög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu, Hörður Jó­hann­es­son, veitt Jóni Bald­vini Hanni­bals­syni, föður Al­dís­ar, aðgang að gögn­um sem inni­héldu per­sónu­upp­lýs­ing­ar um hana.

Hörður veitti Jóni Bald­vini aðgang að þess­um upp­lýs­ing­um með skjali und­ir yf­ir­skrift­inni „Til þess er málið varðar“. Í skjal­inu kom meðal ann­ars fram að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu hefði á síðustu árum nokkr­um sinn­um þurft að hafa af­skipti af Al­dísi en aldrei fyr­ir til­stuðlan for­eldra henn­ar, Jóns Bald­vins eða Bryn­dís­ar Schram. Þetta seg­ir Al­dís vera alrangt, í kvört­un sinni til Per­sónu­vernd­ar.

Jón Bald­vin „flaggaði“ vott­orðinu

Í kvört­un Al­dís­ar til Per­sónu­vernd­ar seg­ir að Jón Bald­vin hafi flaggað þessu „vott­orði“, sem hafði að geyma per­sónu­upp­lýs­ing­ar um hana, í þætti Silf­urs­ins á RÚV í fe­brú­ar 2019 og síðan birt í grein í Morg­un­blaðinu ör­fá­um dög­um síðar.

Í úr­sk­urðarorðum Per­sónu­vernd­ar seg­ir að ein­stak­ling­ar verði að geta treyst því að upp­lýs­ing­um um þá sé ekki miðlað til óviðkom­andi aðila.

„Aðstoð við er­lend sendi­ráð“

Al­dís seg­ir einnig í kvört­un sinni til Per­sónu­vernd­ar að hún hafi verið beitt þvingaðri lyfja­gjöf vegna meints þung­lynd­is. Hún hafi síðan verið vistuð á geðdeild í um tvo mánuði að beiðni Jóns Bald­vins, þáver­andi sendi­herra, sem fékk Hauk Guðmunds­son, þáver­andi ráðuneyt­is­stjóra inn­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, til þess að skrifa upp á beiðnina um nauðung­ar­vist­un.

Þá seg­ir enn frem­ur í kvört­un Al­dís­ar að hún hafi fimm sinn­um sætt hand­töku af hálfu lög­regl­unn­ar en að þrjár þeirra hafi verið óskráðar í kerf­um lög­reglu. Þá var ein fyr­ir­huguð hand­taka á hend­ur Al­dísi, sem af­stýrt var af lög­manni henn­ar, skráð sem „aðstoð við er­lend sendi­ráð“ í kerf­um lög­regl­unn­ar en Jón Bald­vin Hanni­bals­son var þá sendi­herra Íslands á Spáni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert