Vilji skerða réttindi 25-falt

Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efl­ing seg­ir Sam­tök sjálf­stætt starf­andi skóla (SSSK) krefjast skerðing­ar á rétt­ind­um kvenna í fæðing­ar­or­lofi og af­náms upp­sagn­ar­vernd­ar. Þá vilji SSSK skerða veik­inda­rétt starfs­fólks úr 360 í 14 daga. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu sem hef­ur átt í kjaraviðræðum við SSSK um hálfs árs skeið.

„Kjaraviðræður Efl­ing­ar við Sam­tök sjálf­stætt starf­andi skóla (SSSK) hafa leitt í ljós að einka­rekn­ir skól­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, sem starfa fyr­ir al­manna­fé, hyggja á víðtæk fé­lags­leg und­ir­boð gagn­vart starfs­fólki sínu“, seg­ir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar.  

„Á samn­inga­fundi í fyrra­dag, 7. októ­ber, kröfðust SSSK kjara­skerðinga í mörg­um liðum, þar á meðal að af­nema nú­ver­andi upp­sagn­ar­vernd, skerða rétt­indi í fæðing­ar­or­lofi og stytta veik­inda­rétt, í sum­um til­fell­um 25-falt.“

„Óþolandi rang­færsl­ur

Í tæp 20 ár hafa kjör um­ræddra starfs­manna tekið mið af starfs­kjör­um starfs­fólks Reykja­vík­ur­borg­ar í sömu störf­um. Ef fall­ist yrði á kröf­ur SSSK yrðu kjör­in mun verri en borg­ar­starfs­manna, sam­kvæmt Efl­ingu. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti starfs­fólks­ins sem um ræðir eru kon­ur á lægstu launa­töxt­um. 

Formaður SSSK full­yrti í viðtali við mbl.is á miðviku­dag að eng­ar kjara­skerðing­ar væru í til­lög­un­um.

„Þar er um óþolandi rang­færsl­ur að ræða sem Efl­ing sér sig knúna til að leiðrétta. Í meðfylgj­andi minn­is­blaði er farið yfir viðbrögð samn­inga­nefnd­ar Efl­ing­ar á samn­inga­fundi í gær 8.10.2020,“ seg­ir í til­kynn­ingu. Minn­is­blaðið má nálg­ast hér neðst í frétt­inni. 

„Af 22 skól­um sem í hlut eiga starfa 20 sam­kvæmt þjón­ustu­samn­ingi við Reykja­vík­ur­borg þar sem rík­ar kröf­ur eru gerðar til starf­sem­inn­ar. Greidd eru fram­lög til skól­anna úr sjóðum Reykja­vík­ur­borg­ar sem miðast við rekstr­ar­kostnað leik­skóla borg­ar­inn­ar, en einka­rekn­ir skól­ar hafa heim­ild til að afla sér viðbót­ar­tekna með gjald­töku.“

Sól­veig seg­ir ráðist á kjör kvenna

Efl­ing vísaði deil­unni til rík­is­sátta­semj­ara í maí. Ná­lægt 300 fé­lags­menn Efl­ing­ar starfa hjá aðild­ar­fyr­ir­tækj­um SSSK.

„Borg­in hef­ur und­ir­ritað sögu­leg­an kjara­samn­ing við Efl­ingu þar sem mik­il­vægi hefðbund­inna kvenn­astarfa var viður­kennt. Nú ætla einka­rekn­ir leik­skól­ar, sem eru á fram­færi borg­ar­inn­ar, að ráðast á kjör sömu kvenna með fé­lags­leg­um und­ir­boðum. Þeir ætla meðal ann­ars að af­nema rétt­indi þeirra í fæðing­ar­or­lofi. Ég hef orðið vitni að ýmsu í kjaraviðræðum með fé­lags­mönn­um Efl­ing­ar en þetta er með því ótrú­legra. Ég velti því fyr­ir mér hvort Reykja­vík­ur­borg ætli að taka þátt í þess­ari aðför,“ er haft eft­ir Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar, í til­kynn­ingu.  

Efl­ing mun boða til upp­lýs­inga- og sam­ráðsfund­ar með fé­lags­mönn­um sem starfa hjá SSSK strax eft­ir helgi þar sem næstu skref verða ákveðin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert