Vitundarvakning um dánaraðstoð

Með tilkomu nýrra samtaka á borð við hið breska Dignity …
Með tilkomu nýrra samtaka á borð við hið breska Dignity in Dying og íslensku samtökin Lífsvirðingu hafa málefni dánaraðstoðar hlotið byr undir báða vængi, skrifar Arnar Vilhjálmur Arnarson í grein sinni. AFP

Vitundarvakning hefur átt sér stað um dánaraðstoð á undanförnum árum og víða um heim hefur regluverki verið breytt um réttinn til að fá aðstoð til að deyja, segir Arnar Vilhjálmur Arnarsson lögmaður í grein í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Arnar segir í greininni að þessa þróun megi rekja til hækkandi meðalaldurs þar sem læknavísindin finni stöðugt nýjar leiðir til að lengja líf sjúklinga. Þetta hafi ýtt undir ótta við að vera haldið á lífi þrátt fyrir alvarleg elliglöp og líkamlega hrörnun.

Arnar rekur í greininni að dánaraðstoð hafi verið til umræðu allt frá dögum Hippókratesar í Grikklandi til forna. Á fyrri hluta 20. aldar hafi dánaraðstoð að talið er verið veitt átölulaust þótt hún hafi verið ólögleg. Skelfilegt misnotkun nasista á hugtakinu hafi hins vegar komið óorði á dánaraðstoð eftir heimsstyrjöldina síðari. 1970 hafi hins vegar farið að bera á gagnrýni í Hollandi á að halda dauðvona sjúklingum á lífi í stað þess að aðstoða þá við að deyja og þar var dánaraðstoð leidd í lög 2002.

Arnar Vilhjálmur Arnarsson lögmaður skrifaði meistararitgerð um dánaraðstoð, sem var …
Arnar Vilhjálmur Arnarsson lögmaður skrifaði meistararitgerð um dánaraðstoð, sem var notuð í nýbirtri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um málefnið. Kristinn Magnússon

„Í skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar frá 2014 um líknandi meðferð er talið að þótt líknandi meðferð teljist ekki til eftirfylgnisskyldra mannréttinda megi draga þá ályktun að það sé skylda aðildarríkja samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi að stuðla að slíkri meðferð,“ skrifar Arnar.

Grein Arnars er sú fyrsta af fjórum sem birtast munu í sunnudagsblaðinu næstu helgar, en lesa má greinina í heild sinni í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert