Byrjað að reisa stálgrind hússins

Fyrstu stálbitarnir í fjölnota íþróttahúsinu eru risnir.
Fyrstu stálbitarnir í fjölnota íþróttahúsinu eru risnir. mbl.is/Baldur

Vinnu við grundun fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýri í Garðabæ er að ljúka. Byrjað er að reisa stálgrind hússins.

Guðbjörg Brá Gísladóttir, deildarstjóri umhverfis og framkvæmda hjá Garðabæ, segir að framkvæmdir gangi eftir áætlun. Austurríska fyrirtækið Keller, undirverktaki ÍAV, hefur undanfarnar vikur unnið að jarðvegsstyrkingum í mýrinni og staurum undir sökkla. Því er lokið.

Enn eru um tvær vikur eftir í vinnu við að koma stögum niður í klöpp en hún tengist vinnu við sökklana.

Áætlað er að stálgrind íþróttasalarins verði risin fyrir áramót og að búið verði að ljúka klæðningu veggja salarins og að steypa upp veggi stoðbygginga í mars á næsta ári. ÍAV á að skila verkinu af sér fyrir lok næsta árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert