Einni hótelhæð bætt við fyrir fólk í einangrun

Lind við Rauðarárstíg er nú full af sjúklingum.
Lind við Rauðarárstíg er nú full af sjúklingum. mbl.is/Jim Smart

Rauði krossinn er búinn að útbúa eina hæð í Hótel Rauðará fyrir einangrun sjúklinga með Covid-19. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa, segir að hæðin verði tekin í notkun þegar þörf verður á. Það gæti orðið í dag.

Í gær voru alls 86 gestir í farsóttarhúsunum, 63 í einangrun og 23 í sóttkví. Starfsemin hefur tvö hótel við Rauðarárstíg til afnota, Hótel Lind og Hótel Rauðará. Lind er notuð fyrir fólk sem fengið hefur kórónuveiruna og þarf að vera í einangrun en hefur af einhverjum ástæðum ekki aðstæður til þess að dvelja heima. Gylfi segir að húsið sé að fyllast og tímaspursmál hvenær farið verði að nota 4. hæðina á Rauðará til einangrunar.

Rauðará hefur til þessa eingöngu verið notuð fyrir fólk í sóttkví og þá aðallega hælisleitendur. Alls hafa hátt í 600 gestir gist farsóttarhúsin í seinni bylgju kórónuveirunnar, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka