Alls greindust 83 kórónuveirusmit innanlands í gær. Þetta kemur fram á covid.is. Af þeim voru 49 (59%) í sóttkví þegar þeir greindust en 34 utan. Þrír bíða niðurstöðu mótefnamælingar eftir sýnatöku við landamæraskimun.
Af þeim sem greindust innanlands höfðu 64 farið í einkennnasýnatöku hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu en 1.372 slík sýni voru tekin í gær. 1.351 fór í sýnatöku vegna þess að viðkomandi var í sóttkví og reyndust 19 þeirra vera með Covid-19. 561 fór í landamæraskimun í gær.
Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa síðustu tvær vikurnar er 253,9.
22 eru núna á sjúkrahúsi, þar af þrír á gjörgæslu.
Samtals er 1.071 í einangrun eftir að hafa sýkst af veirunni, sem er fjölgun um 49 frá því í gær.
Alls eru 3.436 í sóttkví og 1752 í skimunarsóttkví. Á höfuðborgarsvæðinu eru 920 í einangrun og 3040 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 58 í einangrun og 105 í sóttkví.
Smit eru í öllum landshlutum en þau eru fæst á Austurlandi, 1. Þar eru fimm í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 36 smitaðir og 144 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 12 í einangrun og 51 í sóttkví en á Norðurlandi vestra eru smitin 2 og 5 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 12 í einangrun og 13 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 18 smitaðir og 33 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 12 smitaðir og 34 í sóttkví.
Flest smit eru í aldurshópnum 18-29 ára eða 313 talsins. Næstflest á aldrinum 30-39 ára eða 188 og 148 einstaklingar á fimmtugsaldri eru með staðfest Covid-19 smit núna. Á aldrinum 50-59 ára eru smitin 123 talsins og 86 á aldrinum 60-60 ára. 56 smit eru meðal fólks sem er komið yfir sjötugt.
Börn yngri en eins árs sem eru í einangrun vegna Covid-19 eru tíu talsins, 24 börn á aldrinum 1-5 ára og 67 börn á aldrinum 6-12 ára. Á aldrinum 13-17 ára eru 56 smit. Það þýðir að 157 börn yngri en 18 ára eru smituð í dag af Covid-19. Af þeim er 101 barn yngri en 12 ára.