Fjórði bekkur í Árbæjarskóla í sóttkví

Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar.
Frá sýnatöku vegna kórónuveirunnar. Landspítali/Þorkell Þorkelsson

Allir nemendur í fjórða bekk í Árbæjarskóla eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að smit kom upp hjá nemanda í skólanum.

„Við viljum bara vera viss og tökum enga sénsa,“ segir Guðlaug Sturlaugsdóttir skólastjóri.

Nemendurnir, sem eru um sextíu talsins, verða því heima hjá sér í dag. Alls eru innan við 700 nemendur í Árbæjarskóla.

Árbæjarskóli í Reykjavík.
Árbæjarskóli í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert