Rögnvaldur með veiruna

Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Ljósmynd/Lögreglan

Covid-19-smit er komið upp inn­an al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra. Rögn­vald­ur Ólafs­son aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn reynd­ist já­kvæður fyr­ir veirunni og hef­ur verið í ein­angr­un síðustu daga.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra að Rögn­vald­ur hafi ein­kenni veirunn­ar en heils­ist vel miðað við aðstæður. Þrír aðrir sam­starfs­menn fóru í sótt­kví eft­ir að smitið upp­götvaðist.

„Al­manna­varna­deild fer ít­ar­lega eft­ir regl­um og leiðbein­ing­um um sótt­varn­ir og sam­komutak­mark­an­ir og hafa veik­indi Rögn­valds og sótt­kví þriggja starfs­manna ekki haft áhrif á starf­semi al­manna­varna­deild­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka