Smit á Kristnesspítala: 13 sjúklingar í sóttkví

Kristnesspítali.
Kristnesspítali. Ljósmynd/Sjúkrahúsið á Akureyri

Upp hefur komið smit hjá starfsmanni á Kristnesspítala í Eyjafirði. Af þeim sökum þurfa 13 sjúklingar og 10 starfsmenn að fara í sóttkví. Talið er að viðeigandi sóttvörnum hafi verið fylgt sem vonandi mun lágmarka smithættu en þrátt fyrir það kallar þetta á viðbrögð sem hafa áhrif á starfsemina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. 

„Gert er ráð fyrir að þjónustan á Kristnesspítala verði takmörkuð næstu tvær vikurnar. Þeir 18 sjúklingar sem ekki þurfa í sóttkví verða útskrifaðir. Ekki er gert ráð fyrir nýjum innlögnum næstu tvær vikurnar á Kristnesspítala. Önnur starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri er óbreytt að sinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert