„Það eina sem má ekki segja“

„Hvar er nýja stjórnarskráin?“ stóð skrifað á veggnum í Skúlagötu …
„Hvar er nýja stjórnarskráin?“ stóð skrifað á veggnum í Skúlagötu í minna en tvo sólarhringa. Ljósmynd/Aðsend

„Ég held að mörgum hafi liðið eins og að þetta væri það eina sem ekki má segja,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins, um vegginn við Skúlagötu sem búið var að mála á stórum stöfum: Hvar er nýja stjórnarskráin?. Skilboðin fengu að lifa afar stutt á meðan veggjakrot allt í kring fær að standa. 

Katrín segir að félagið hafi hvergi komið nálægt framtaki listamannsins sem var að verki en það hafi þó fagnað því. „Við skiljum mjög vel að hann [listamaðurinn] hafi ákveðið að gera þetta og það er síðan alveg ljóst að listin er að taka mjög mikinn þátt í þessari baráttu um þessar mundir. Þetta er náttúrulega mjög þekkt í nágrannalöndum okkar þar sem listamenn eins og Banksy nota hið opinbera rými til að tjá sig um eitthvað sem er pólitískt,“ segir Katrín en byrjað var á verkinu á laugardag og klárað um eftirmiðdaginn þá en var svo þrifið í gærmorgun. 

Kippur í undirskriftirnar  

Katrín segir að eftir þá miklu athygli sem þrifin á veggnum hlutu hafi mikill kippur komið í undirskriftasöfnun félagsins þar sem þess er krafist að ný stjórnarskrá verði lögfest. Áður en opinberir starfsmenn þrifu áletrunina af veggnum hafi undirskriftir verið í kringum 28.500 talsins en nú í morgun hafi þær verið orðnar fleiri en 31.000. „Þetta er algjört met í þessari undirskriftasöfnun,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert