Alls greindust 88 kórónuveirusmit innanlands í gær. Þetta kemur fram á covid.is. Af þeim var helmingur í sóttkví við greiningu. Einn greindist með mótefni við landamæraskimun. Beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einum.
24 eru inniliggjandi á Landspítala vegna veirunnar, þar af eru þrír á gjörgæslu. Í gær voru 22 á sjúkrahúsi.
Af þeim sem greindust innanlands höfðu 71 farið í einkennnasýnatöku hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu en 1.238 slík sýni voru tekin í gær. 17 greindust í sóttkvíar og handahófsskimun en 548 slík sýni voru tekin í gær.
Samtals er 1.132 í einangrun eftir að hafa sýkst af veirunni.
Alls eru 3.409 í sóttkví og 1.739 í skimunarsóttkví. Á höfuðborgarsvæðinu eru 980 í einangrun og 2.801 í sóttkví. Á Suðurlandi eru 61 í einangrun og 80 í sóttkví.
Ekkert smit er nú á Austurlandi en þar eru fimm í sóttkví. Á Suðurnesjum eru 41 smitaðir og 358 í sóttkví. Á Norðurlandi eystra eru 13 í einangrun og 78 í sóttkví en á Norðurlandi vestra eru smitin 2 og 2 í sóttkví. Á Vestfjörðum eru 11 í einangrun og 7 í sóttkví. Á Vesturlandi eru 20 smitaðir og 29 í sóttkví. Óstaðsettir í hús eru 4 smitaðir og 41 í sóttkví.