88 smit innanlands

Sýnataka við Suðurlandsbraut.
Sýnataka við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust  88 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær. Þetta kem­ur fram á covid.is. Af þeim var helmingur í sóttkví við greiningu. Einn greindist með mótefni við landamæraskimun. Beðið er eftir niðurstöðu úr mótefnamælingu hjá einum. 

24 eru inniliggjandi á Landspítala vegna veirunnar, þar af eru þrír á gjörgæslu. Í gær voru 22 á sjúkrahúsi. 

Af þeim sem greind­ust inn­an­lands höfðu 71 farið í ein­kennna­sýna­töku hjá Land­spít­al­an­um og Íslenskri erfðagrein­ingu en 1.238 slík sýni voru tek­in í gær. 17 greindust í sóttkvíar og handahófsskimun en 548 slík sýni voru tekin í gær. 

Sam­tals er 1.132 í ein­angr­un eft­ir að hafa sýkst af veirunni. 

Alls eru 3.409 í sótt­kví og 1.739 í skimun­ar­sótt­kví. Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 980 í ein­angr­un og 2.801 í sótt­kví. Á Suður­landi eru 61 í ein­angr­un og 80 í sótt­kví.

Ekkert smit er nú á Austurlandi en þar eru fimm í sótt­kví. Á Suður­nesj­um eru 41 smitaðir og 358 í sótt­kví. Á Norður­landi eystra eru 13 í ein­angr­un og 78 í sótt­kví en á Norður­landi vestra eru smit­in 2 og 2 í sótt­kví. Á Vest­fjörðum eru 11 í ein­angr­un og 7 í sótt­kví. Á Vest­ur­landi eru 20 smitaðir og 29 í sótt­kví. Óstaðsett­ir í hús eru 4 smitaðir og 41 í sótt­kví.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert