Margir farþegar leita hælis

mbl.is/Hjörtur

Umsóknir um alþjóðlega vernd hér á landi frá síðustu mánaðamótum voru orðnar 44 þann 12. október, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun.

Til samanburðar hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd verið á bilinu 65 til 105 á mánuði undanfarna þrjá mánuði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Töluverð breyting hefur orðið á samsetningu umsækjenda frá því á fyrri hluta ársins. Stærstur hluti þeirra sem sótt hafa um vernd undanfarna þrjá mánuði eru einstaklingar sem þegar hafi fengið vernd í öðru Evrópulandi (um 70%). Flestir koma frá Írak og Palestínu og er algengast að þeim hafi verið veitt vernd á Grikklandi eða í Ungverjalandi. Umsækjendum frá Venesúela, sem voru fjölmennasti hópurinn á síðasta ári og framan af þessu ári, hefur hins vegar snarfækkað,“ segir í svari Þórhildar Óskar Hagalín, upplýsingafulltrúa Útlendingastofnunar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert