„Við lítum á þetta sem þjónustuviðbót fremur en sparnað,“ segir Sigurður Óli Árnason, ráðgjafi hjá Advania, um svokölluð snjallmenni sem nú ryðja sér til rúms.
Gervigreind er nýtt við þróun netspjalls þannig að snjallmennið geti hjálpað viðskiptavinum að nálgast upplýsingar og svör við einföldum erindum á fljótlegan hátt.
Meðal stofnana og fyrirtækja sem hafa tileinkað sér þetta eru Íslandsbanki, Þjóðskrá, Menntasjóður námsmanna og Vinnumálastofnun. „Þetta skilar betri og hraðvirkari þjónustu og léttir álagi af þjónustuverinu til lengri tíma,“ segir Margrét Hauksdóttir, forstjóri Þjóðskrár Íslands.